Ég veit að Midgard var með 60 non /anon menn á hverjum tíma í Emain í gær og þar að auki voru amk. jafnmargir /anon. Ég held að Albion hafi verið með svipaðan her á svæðinu. Þrátt fyrir þetta var hibernia með mun stærri her en hin tvö realmin til samans :)
Þetta hófst allt á því að Hibernia safnaði saman stærsta her sem um er vitað á Pellinor servernum og stefndi honum beinustu leið á virkið Dun Crauchon, sem að Midgard réði yfir á þeim tíma. Ég held að aldrei hafi jafnmörgum high level midgard spilurum verið slátrað á jafnskömmum tíma og þegar Hibernia herinn tók virkið með áhlaupi. Midgard var að sjálfsögðu ekki sátt við þetta og var allsvakalegum her safnað saman við port fortið okkar í Hibernia. Héldum við nú beinustu leið að Dun Crauchon, en viti menn, ca. 50 midgard spilurum, enginn undir lvl 30, amk 10 yfir 45, var eytt út á innan við 4 mínútum. Svo skemmtilega vildi nefnilega til að fyrir framan okkur stóðu ca. 100 hibernia spilarar en aftan að okkur laumaðist óvígur her frá Albion sem var engu minni en okkar eiginn.
Ég varð nú að hætta skömmu síðar en þessir bardagar um virkið stóðu víst í 8 tíma samfleytt, og viti menn, Hibernia tókst að hrinda öllum árásum beggja Realma.
Hjortur
31 Thane
Guild: Fenris