Sælt veri fólkið.

Vandamálið hjá Vodafone er enn til staðar. Serverarnir breyta um ip tölu af og til (virðist vera ein ip talan sem er nánast handahófskennd) og þar af leiðandi dettur “fixið” þeirra út.

Þetta er leiðindar vesen og er ég farinn að hugsa mig um tvisvar að skipta um þjónustuaðila.



Bætt við 1. júní 2008 - 23:50
Ef þeir biðja ykkur áfram um að gera “netstat” og virðast ekki vera að vinna að varanlegri lausn - segið að þið skiptið um þjónustuaðila ef þetta heldur áfram. Þetta “fix” þeirra er búið að detta út x2 núna og mun halda áfram að detta út því ip tölur serverana eru handahófskenndar (breytast meira segja án þess að serverinn fari niður).