Sælir, fékk beta invite fyrir stuttu í þennan frábæra leik og er að spekúlera hvort að einhverjir hérna séu að spila. Langar að joina Guild eða allavega vera með í einhverju party svo að maður geti farið á hættulegri staði.
En fyrir þá sem ekki vita þá er Mythos mmo leikur frá Flagship Studios en þeir gerðu Hellgate: London leikinn. Talað er um að hann sé betri en Hellgate: London :P
Mythos mun vera 100% frír þegar hann kemur út.
Margir segja að Mythos frekar líkur Diablo leikjunum og eru einmitt nokkrir sem gerðu Diablo 2 að vinna að þessum leik. En ég hef einmitt spilað Diablo 2 og finnst hann frekar líkur, skrímslin frekar lík og allt kerfið í leiknum.
Núna í augnablikinu eru 3 race; Menn, Álfar og Gremlin sem eru hálfgerðir dvergar.
Einnig eru bara 3 classar;
Bloodletter - Mele bardagaclassinn
Gadgeteer - Notast við byssur, gildrur og þessháttar.
Pyromancer - Galdraclassinn
–
Leikurinn er uppfærður reglulega en installerinn er t.d. bara 325mb. En þú þarft að sækja einhver updates í gegnum serverinn. En leikurinn lítur samt helvíti vel út, toppar alla fría mmo leiki sem ég hef spilað.
Þið getið séð einhverjar myndir úr leiknum á heimasíðunni en þær eru virkilega gamlar, og það sama má segja um leiðbeiningarnar á síðunni. Ég skal reyna að koma með einhverjir myndir á eftir.
www.mythos.com
Bætt við 27. janúar 2008 - 19:18
Characterinn minn í öllu sínu veldi
http://img228.imageshack.us/img228/9748/screenshot000022yb6.jpg