Final Fantasy XI
Ég hef lengi verið að skoða þennan leik á netinu en ég finn hvergi link til að kaupa hann online nema þá í gegnum búðir eins og Amazon eða EBGames. Málið er að ég nenni ekki að vera að standa í því að kaupa og borga svo flutningsgjöld sem geta valdið því að ég borga meira en ég þarf. Er einhversstaðar hægt að nálgast þennan leik á netinu? Og þá er ég EKKI að tala um torrent, ég vil nálgast forritið heiðarlega og innan ramma laganna.