DAoC er sama sem ekkert líkur AO, það þarf ekkert að úlista það.
<b>Verð:</b>
1stk DAoC úr BT -> 4999 (minnir mig)
<i>Áskrift að DAoC</i>
Hægt er að borga;
1mán->12.95$
3mán->11.95$ (per mán)
6mán->10.95$ (per mán)
Þetta er eftir minni, svo að 3mán og 6mán verðin gætu verið vitlaus.
Þar sem ég hef ekki spilað neinn MMORPG fyrir utan AO og DAoC þá ætla ég bara að bera þá tvo lítillega saman.
<b>Gamplay:</b>
Mér finnst fight vs. mob í AO, þar er ekkert mál að surfa í gegnum þá óvini sem eru í kringum þig, í DAoC er það ekki alveg jafn auðvelt en alls ekki að það sé neitt erfitt í DAoC bara óþægilegt.
Svo er það líka “default” keymapping, mér finnst það alveg hörmulegt.
Annars fer þetta að miklu leyti eins fram og í AO, í stað Whompha eru hestaleigur þar sem þú getur leigt hest til að komast á milli staða (þetta kostar 5 silfur, sem er dýrt fyrir newbi einsog mig)
Það eru merchants á hverju strái, bindstones í borgum (flestum held ég)
Það er aldrei “zonað” nema þegar farið er á milli heima sbr. fara frá Midgard í raid til Hibernia.
Mér finnst ekki beint auðvelt að rata, en það er líklega bara vegna þess hversu nýr ég er í leiknum, þú hefur áttavita en ekkert minimap (hef allavegana ekki fundið það)
<b>RvR:</b>
Þessu verður einhver að meira seasoned DAoC spilari að svara, miðað við það sem ég hef lesið og það sem ég hef heyrt þá er þetta ekkert nema góð skemmtun.
<b>Grafík:</b>
Grafíkin í DAoC er engu síðri en grafíkin í AO, ég get ekki sagt að ég sjái mikinn mun. Það er helst sem ég finn að, að ekki er hægt að velja fleiri andlit í char creation sem mér finnst svekkjandi, það eru ekki nærri því jafnmörg andlit og í AO char creation.
<b>Hljóð og Músík:</b>
Umhverfishljóð og combathljóð eru ágæt, tónlistinn er hinnsvegar af skornum skammti. Tónlist er þegar maður fer í bardaga við e-h svo slokknar á henni, einnig er tónlist þegar farið er í borgir. Ég myndi vilja fá meiri tónlist á bakvið.
————
Þetta eru einungis skoðanir höfundar, með þessum skoðunum er á engan hátt reynt að særa aðra eða gera öðrum fólki lífið leitt.<br><br>“Beware my powers, for I have feasted on broccoli”