Margir segja að hann sé mjög líkur wow, en hverjum er wow þá líkur?
Þessi er að sjálfsögðu svipað byggður og wow, eins og flest allir mmorpg's!
Ég byrjaði ekki að farma fyrr en í lvl 42, fyrir legendary traiti, ég farmaði geðveikt lengi, þangað til að ég komst að því að ég var að farma á vitlausum stað, þegar ég fór á rétta staðin gekk þetta miklu betur fyrir sig, þannig að í raun þarftu ekki mikið að farma, ef þú veist hvar þú átt að finna það sem þú leitar af. (Svo þú gangir ekki í sömu gildru og ég skaltu tékka á þessari síðu:
http://forums.lotro.com/showthread.php?t=33459)
En svo getur maður alltaf bara keypt traitin og blaðsíðurnar á ah. Svo, já það er auction hall í lotro.
Mér finnst hann betri en wow að mörgu leiti, skemmtilegri graffík (MITT ÁLIT), og miklu betri graffík. Að sjálfsögðu skemmtilegri heimur, og skemmtilegri saga.
Frá x-wow spilurum hef ég oft heyrt að dev-arnir séu alltaf komnir með fréttir um server vandamál, um leið og þau gerast, þeir komu með riiisa patch, mánuði eftir að leikurinn kom út, og svo má lengi telja…
Og svo má bæta við að þessi leikur gerist aðeins í Eriador, sem er aðeins um 1/5-6 af Miðgarði, og þeir ætla sér að koma honum öllum út, og þeir segjast vera byrjaðir á næsta leik.