Endingu væri hægt að bæta við
Mín einkunnagjöf er þá svohljóðandi:
Grafík 9/10 - Ekki fullkomin en vatnið og svona “fantasy lookið” bæta þetta allt upp.
Hljóð 9/10 - “Epic” tónlist og kemur manni í stuðið annað hvort fyrir bardaga, í bardaga eða eftir bardaga…það sem leikurinn snýst um;D
Gameplay10/10 - Þetta er nú MMORPG sem er frábært og svo er allt interface-ið vel útfært og margar tegundir af göldrum og brögðum til að notfæra sér.
Söguþráður 10/10 - Come on, hver gæfi söguþræði þessa leiks ekki 10 í einkunn? Ég meina, þetta gerist í LOTR heiminum, sem er alveg magnaður heimur með fullt af hlutum til að skoða. Questin eru líka frábærlega vel útfærð og leiðbeina manni vel í gegnum leikinn.
Ending 10/10 - Þetta er nú einu sinni online leikur og þannig leikir endast mjööög lengi. Auk þess er þetta RPG sem er einnig flokkur leikja sem eiga það til að vera mjög endingardrjúgir.
Það góða: Leikurinn skartar fallegri grafík og gerist í flottum heimi sem flestum líkar við. Endingin er frábær. Alltaf gaman að skoða þennan frábæra heim Tolkiens með vinum og vandamönnum.
Það slæma: Það er ekki mikið sem er slæmt við þennan leik, en ef það er eitthvað, þá er það það að leikurinn á það til að hökta nokkuð í bæjum og mannmörgum stöðum, en það á örugglega eftir að lagast með pötchum í framtíðinni. Nokkrir smávægirlegir gallar að auki, ekkert sem ekki er hægt að laga.
Heildareinkunn 9,5/10 - Athugið þó að þetta er ekki meðaleinkunn heldur er þetta aðeins flóknara en það. T.d. gildir gameplay meira hjá mér en hljóð og svo framvegis!
Bætt við 2. maí 2007 - 17:20
það átti að standa þarna smávægilegir gallar*!