Sælt veri fólkið, ég er hér til að segja þér frá hinum heillandi heimi sem hægt er að finna í leiknum Utopia, eflaust eru nokkrir sem kannast við þetta nafn og tengja það við leikinn Utopia, ef þú ert ekki einn af þessu fólki leyfðu mér þá að útskúra þetta fyrir þér.
Utopia er “browser-leikur” þ.e. að hann er bara tölur og texti, enginn grafík. En það er svo margt sem hægt er að gera í Utopia að það eitt að enginn grafík sé er allveg þolanlegt.
Þú þarft að sjá fyrir fólkinu þínu með mat, vinnu og húsaskjól, svo “draftaru” nokkra af þessu fólki í herinn þinn og notar hann til að vinna meira land (eða verja þitt eigið), á þessu landi sem þú ert nýbúinn að fá geturðu svo byggt ýmislegt, td: Eftirlits turna(til að fylgjast með ferðum óvina), prison (fyrir stríðsfanga), Guilds (Þar sem nýir wizards eru þjálfaðir). Þetta er bara lítið brot af þeim byggingum sem hægt er að velja úr.
Svo eru líka haugur af göldrum til að kasta, Fireball, Meteorshower etc.
Thieves Guild getur gert margskonar hluti: Stela mat, Stela pening, Rænt fólki, Drepið wizards, ofl…
Endilega ef þið hafið gaman af strategy leikjum skoðið þá þennan, ekkert þarf að borga eða neitt slíkt, einnig er ekkert download.
<a href="http://games.swirve.com/utopia/“ target=”_blank“ alt=”Utopia">Hlekkur á heimasíðu Utopia</a