Hefur engin lifandi persóna tíma né kraft til þess að spila alla þessa leiki af alvöru. Sem er líklegast ástæðan fyrir því að sama hve margar svona kosningar verða framkvæmdar mun aldrei koma “rétt” niðurstaða.
Ég hef spilað flest alla af stóru MMO leikjunum í dag sem og þá litlu sem eru minn frægir (Aðalega asísku leikirnir), en mun aldrei telja mig fagmann í þessum bransa þó svo að ég haf spilað þessa leiki síðast liðin 9-10 ár (Meira ef MUDs eru teknir með).
Það er ekki hægt að finna leiki sem eru betri en einhverjir aðrir í þessum geira, mismunandi hlutir höfða til mismunandi fólks. Gott dæmi er grafík, WoW grafík er barnaleg og höfðar því til margra (Þar sem flestir spilarar eru í yngri kantinum (alls ekki allir)). Svo er það Everquest 2, af mörgum talinn vera leikurinn sem er með bestu grafíkina (Að minnsta kosti þegar hann kom út), en svo er það annað við þá grafík, hún er forljót, þeir gera allt mjög raunverulegt o.s.frv. en það hreinlega virkar ekki.
Svo að það er munur þar á, viltu sjúklega góða grafík eða eitthvað sem er þægilegt að spila?
Annað dæmi var PvP system sem svo margir pæla í. Svo að við tökum bara þessa 2 leiki sem voru þar efstir í flokki, World of Warcraft og EVE. Hinsvegar eru leikirnir alveg andstæður þegar það kemur að kerfinu sjálfu.
WoW hefur það sem er kallað instanced og rewarding PvP. Þú PvP'ar í lokuðum svæðum og allir bardagar eru skipulagðir (Nema ef að þú ferð að drepa fólk í leveling svæðum, sem engir gerir. Afhverju? Afþví að það gefur ekki jafn mikið af sér og hitt).
EVE hinsvegar, open pvp með full loot kerfi og engir rewards nema það sem að þú loot'ar af óvini þínum. Þú getur drepið hvern sem er, hvar sem er. Hefur þó mismunandi afleiðingar -> alignment/status system.
Þetta er bæði PvP vissulega en svo gjör ólíkt að það er varla hægt að kalla þetta sama nafninu, eina sem þessi tvö kerfi eiga sameiginlegt er að þau snúast bæði um að drepa aðra spilara. Hvort er betra? Persónulega fýla ég kerfið sem EVE hefur mun betur, en það er mín persónulega skoðun. Sumum finnst skemmtilegra að PvP'a í lokuðum svæðum þar sem engin skiptir sér af því sem þú gerir.