Nei. Þetta eru bara einmitt hlutir sem mér finnst leiðinlegir sem koma þarna fram.
Þessir hlutir eru hinsvegar líka það sem laðar vissa tegund spilara að leikjum sem er líklegast ástæðan fyrir því að svona margir spila WoW. Heilu FPS menningarhóparnir færðu sig yfir í WoW, afhverju? Afþví það er svo létt að finnast maður vera góður í honum, þú spilar bara nógu andskoti mikið og þeir einu sem geta stoppað þig eru þeir sem eru búnir að spila lengur en þú.
Jújú, fínt kerfi ef þú hefur allan tíman í heiminum til þess að spila leikinn og vera alltaf á meðal þeirra bestu, en það verður leiðinlegt til lengdar.