Hvað er málið með ykkur?
Svona 8 af síðustu 10 Íslendingum sem hafa messegað mig byrja stöðugt að væla um pening og svona og segja: “hey þú getur grætt 40k+ á dag með Drok's runni, gefðu mér pening” alltaf eitthvað svona. Kemur liggur við 1 nýr í viku sem ég hef ekki sinu sinni hit in-game og byrjar að væla um pening og svona, af því að ég á 15k armor og get runnað Droks. Svo þegar ég sagði einum að þegja og láta mig í friði byrjaði hann með leiðindi.
Ég meina er meðalaldur Íslendinga 10 ára sem spila leikinn eða?
Ef þið sjáið gaur sem heitir “Jonnymoney” eða eitthvað svoleiðis, ignore him. Ef hann fréttir að þið eruð ríkir þá segir hann öllum vinum sínum (sem eru svona 20 or som :S) að byrja að væla í þér um pening.
Þannig að ég var að velta fyrir mér, eru allir Íslendingar svona eða eru til “pro” playerar eða ekki?
Ég bara varð að koma þessu frá mér …
Tip til ykkar sem eruð að fá ykkur leikinn. Það stendur 12+ utan á pakningunni, virðið það vinsamlegast.
Annað tip: Græðið peninga sjálfir, með því að runna, farma, safna, eða bara eitthvað sem gefur af sér pening. Það allt í lagi að fá lán ef þið sjáið hlut auglýstan á góðu verði og ykkur vantar bara örlítið uppá, fáið þá lán hjá besta vini ykkar í leiknum.
Reynum núna að byggja upp smá community öflugra spilara.