ég er búinn að vera gamer síðan ég fékk Sinclair spectrum í hendurnar árið 1983(Manic Miner ownz!), ég hef spilað svo marga leiki í gegnum tíðina að ég hef ekki tölu á þeim lengur.
fyrir 1996 þá var ég mikið í RPG leikjum, Eye of the beholder, pool radience og þeir leikir.
1996 féll ég fyrir Quake og þetta er enn minn uppáhalds leikur ásamt Quake 2(Adrenalín rush í Q2CTF er mitt drug)
en ég hef líka spilað HL TFC, CS, UT og marga aðra FPS leiki og sömuleiðis Dune seríuna, Icewind Dale, Diablo 1 og 2.
og svo síðastliðið ár hef ég verið fastur í Everquest.

En það er eitt sem mér hefur alltaf fundist skrýtið;
af hverju er fólk að hafa fyrir því að skíta út aðra leiki?
af hverju geta þessar manneskjur ekki bara einbeitt sér að þeim leik sem þeir hafa gaman af?

Við erum öll ólíkar persónur, við getum ekki öll haft sama smekk.
þá væri lífið sko leiðinlegt. en það þarf samt ekki að vera með virðingarleysi gagnvart einhverjum sem finnst eitthvað skemmtilegt sem þér finnst hundleiðinlegt.

Ég var spenntur fyrir því þegar ég frétti af því að það væri að setja EQ upp sem áhugamál hér, því þá gætu allir íslensku EQ spilararnir skipt á sögum, tips og öðru efni.
En í staðinn hefur þetta áhugamál verið að mestu leyti verið notað sem eitthvað “flame” stríð.
Sko ég spilaði UO í smátíma hjá vini mínum sem var á fullu í þessu og þessi leikur hefur margt frábært. En hann var ekki fyrir mig(PVP er ekki minn stíll) en í staðinn(nokkrum árum seinna) féll ég fyrir EQ.

og núna er komið Anarchy Online en ég sé ekki framá að spila þann leik þarsem 1). ég er ekki mikið fyrir SF leiki 2). ég er búinn að setja alltof mikinn tíma í EQ til þess að ég færi mig yfir í annann leik. 3). ég hef rosalega gaman af EQ.

en strax er fólk byrjað í stríði yfir því hver af þessum leikjum er “bestur” geeez. Til Hvers??

Ég veit af mikið af umræðunum hérna hefur fælt fólk frá því að spila EQ, UO og jafnvel aðra MMORPG leiki.

Ég var sammála því að breyta þessu áhugamáli, þannig að hinir MMORPG leikirnir fengu hér inni. það er hið besta mál.
En þetta fáranlega stríð á milli fólks um hvað sé besti leikurinn eður ei verður að hætta. Vinsamlegast sleppið því að pósta svoleiðis kjaftæði.

Við erum allir “gamers” hér, the goal is to have fun.

Virðingarfyllst,
Jóhann Ingi A.
hux|AzRaeL (Quake 1-3)
[gRiD]AzZaZziN (HLTFC)
[NoOne]Special (CS)
Corynthia 55th Templar (EQ)
<br><br>hux|AzRaeL
Corynthia
just take yer pick =)
hux|AzRaeL