Hæ !
Ég byrjaði að spila AO í gær og ég verð að segja að ég er strax mjög hrifin af leiknum. Grafíkin er hreint ótrúleg og allt leikkerfið er mjög skemmtilegt. Þú getur ekki “twinkað” persónuna þína og ekki er hægt að “campa” mótherja eins og hægt er að gera í Everquest.
Hinsvegar er Funcom ennþá að þróa kerfið þannig að miðlarar séu fullnýttir. Sá fjöldi sem streymdi inná AO fór langt fram úr öllum vonum og því voru þeir ekki viðbúnir slíkri keyrslu. Þar af leiðandi er kerfið alltaf að hrynja og mikill fjöldi “bugga” er til staðar. Ég mæli með því að fólk bíði í 2-3 vikur áður en þeir kaupa leikinn til að gefa Funcom tækifæri til að lagfæra helstu gallana.
Sjáumst í AO (og EQ)
Snorri Rogue