Ég hefði sjálfur viljað sjá World of WarCraft korkinn cross-linkaðan á milli þessara tveggja áhugamála, en ég veit ekki til þess að það sé mögulegt. Ég skal athuga þetta betur en ég þori að veðja að ég fæ sama svar og í hin skiptin, að það sé “ekki hægt svo Vefstjóri viti til.”
Ástæðan fyrir því að ég vil frekar hafa World of WarCraft umræður inni á Blizzard áhugamálinu er einfaldlega sú að það er meira um að fólk sendi inn World of WarCraft tengt efni þangað inn, það gerði það í miklum mæli, þá inn á WarCraft korkinn, þannig að ég lét setja upp World of WarCraft kork þar. Ég sé enga ástæðu til þess að splitta umræðum inn á tvö áhugamál þegar þær geta verið á einu.
Hvers vegna ekki að senda greinar um kvikmyndagerð inn á Kvikmyndaáhugamálið í staðinn fyrir að hafa sér áhugamál um Kvikmyndagerð? Hvers vegna að senda allar Tolkien tengdar umræður inn á Tolkien-áhugamálið þegar þær geta farið inn á Kvikmyndaáhugamálið og Bókaáhugamálið?
Hvers vegna ættu World of WarCraft umræður að vera inni á MMORPG áhugamálinu þegar það er til sér áhugamál fyrir alla leiki sem Blizzard Entertainment hefur gert, hvort sem þeir eru MMORPG, RTS, hack n' slash eða stealth action (SC:G)? Mér þætti í það minnsta gaman að heyra rökin með vælinu.