Nú eru nokkuð margir MMORPGs að koma út, flestir fara örugglega í WOW og þarnæst EQ2. En er einhver annar mmorpg sem þú ætlar að spila? Hvaða leikur er það og endilega skrifaðu smá um hann.
Ég sjálfur er mjög heitur fyrir leik sem kallast Wish( http://www.mutablerealms.com/ ). Hann er eigilega smá eftirherma af Ultima Online, gaurarnir sem eru að gera hann unnu víst eitthvað við Ultima Online. Basically sömu skills og sama gameplay. En eru ný races, ný monster, mjög flott grafík og spennandi addons. Ég er enginn smá mikill fan af Ultima Online, spilaði hann í einhver 1-2 ár margar klst á dag, fékk auðvitað leið af honum á endanum en þyrstir samt í leik sem gefur mér sama fýling. Ég ætlaði að fara í UXO(Ultima X Online) sem átti eigilega að vera UO2(samt ekki) en það var hætt við hann.
Þess má geta að beta test í Wish byrjar 1. Desember en það er stefnt á að gefa hann út um mitt árið 2005
Hér er listi af nokkrum leikjum sem eru að fara að koma út.
Wish
Vendette Online
Everquest2
Legend Of Mir 3
World Of Warcraft
The Matrix Online
Roma Victor
Dark And Light
Guild Wars
Dungeons & Dragons Online