Ég er með adsl hjá simnet, og ég verð að segja að utanlandstengingin þeirra hreinlega sökkar. Það er nánast á hverjum degi sem hún dettur niður, oftast svona 50 sinnum á dag, eða þá að maður fær alveg upp í 90% packet loss eða 5000 ping stöðugt í svona 20 mín. Þetta gerir leikinn svo erfiðan, því maður dettur oft út eða laggar á vondum tímum og grouppan mans deyr út af því. Þegar maður er kominn á level 50+ og deyr í miðju Sebilis út af laggi er það ekkert grínmál.
Svo ég spyr, hvar er besta utanlandstengingin fyrir adsl? Ég vil ekki vera á módem eða isdn því mínútúgjaldið er svo leiðinlegt.
Ég hef aldrei verið hjá öðru fyrirtæki en simnet og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum, tengingin hefur verið algjör sorp síðustu 6 mánuði eða svo, og ég vona bara að Íslandssími eða eitthvað annað fyrirtæki sé skárra. Help would be appreciated =).