Ég fjárfesti í EverQuest Deluxe Edition, af því að mig vantaði Kunark aukapakkann. Þetta er fínasti pakki og inniheldur 2 diska(Full version með Kunark og Scars of Velius viðbótina), 3 bæklinga, plakat og litinn málmkarl (ég fékk Iksar).
Þessi pakki kostaði mig 3990 kr. í BT. Ég er tiltölulega nýbúinn að kaupa mér Scars of Velious pakkan, þannig að ég seldi félaga mínum updateið sem fylgdi með Deluxe pakkanum á 2000 kr (hafði sjálfur borgað 2300 fyrir þann pakka). Þannig að ég kem sæmilega út úr þessu, þar sem ég gat hvort eð er ekki keypt Kunark viðbótarpakkan hér á landi.
Þannig að nú hafa menn enga afsökun fyrir að spila ekki EverQuest!
Thrymill the One, who is going to visit the Lake of Ill Omen soon!