Og líkt og þú hef ég ekkert að segja um skipulag áhugamála.
Annars vil ég minna þig á það að upphaflega var til áhugamál um WarCraft leikina (löngu á undan Everquest), og því var breytt yfir í Blizzard Leiki þegar það sameinaðist StarCraft, og mun Diablo brátt flytja undir sama þak. World of WarCraft er, jú, leikur frá Blizzard Entertainment, en áhugamálið er einmitt fyrir umræður um leiki þeirra, svo ég sé enga ástæðu til þess að láta setja upp umræðukork um efni sem nú þegar er rætt um á öðru áhugamáli.
Ég hef oft beðið vefstjóra um að breyta áhugamálinu Baldur's Gate yfir í CRPG, eða computer role-playing games. Ég hef verið hundsaður í öll skiptin og ég efast ekki um að ég verði hundsaður næst.
Eins og ég sagði, ef þú þykist geta betur, þá skaltu bara tala við Simnet og athuga hvort þeir vilji ekki sparka JReykdal úr stjórn og skella þér inn í staðinn…<br><br>Með kveðju,
Vilhelm Smári
<a href="
http://www.vilhelm.is/“><font color=”green“>Vefsíða</font></a> - <a href=”mailto:vilhelm@vilhelm.is“><font color=”green“>Vefpóstur</font></a>
<i>”Og Villi sagði ‘verði stuð,’ og það varð stuð. Og hann sá að stuðið var kúlt."</i>
- Genesis, 1. kafli