Þið eruð ekki að skilja hvernig þetta virkar strákar. Þetta er ekki það sama og Quake. Áður en þið haldið áfram að nöldra þá þurfið þið að kynna ykkur muninn á Multiplayer leikjum (einsog Quake) annarsvegar, og MMORPG (einsog EQ) hinsvegar.
Í multiplayer leikjum getur hver sem er sett upp server, menn tengst honum og svo er bara spilað einsog menn vilja.
Þetta er ekki hægt í MMORPG leikjum vegna þess að þar er um að ræða það sem kallast á ensku “Consistent World”. Þar eru serverarnir reknir af starfsmönnum fyrirtækisins, og gríðarlega nákvæmni þarf til að fylgjast með því að allt fari einsog vera ber. Þetta eru ekki leikir sem þú stofnar, spilar í 3 tíma og hættir svo. Þegar þú loggar þig út úr MMORPG leik þá heldur söguþráðurinn áfram, og þegar þú loggar þig inn aftur byrjar þú ekki upp á nýtt, heldur kemur inn í heim sem gæti hafa breyst lítið eitt síðan síðast vegna atburða sem áttu sér stað meðal annarra leikmanna. Það er búið að skapa heimsmynd sem lifir og starfar í gegnum leikmennina. Það er gríðarleg vinna að halda utan um slíkt, og verður að vera gert af sérfræðingum.
Þetta er ekki sambærilegt við Quake.
Vargur
Everquest Admin