Jafo var ekki í betunni, það voru mér vitandi 3 íslendingar í betunni (eflaust fleiri samt sem maður vissi ekkert af)
Ég var í Euro betunni frá upphafi og fór í gegnum 4 server wipe, á sá alveg ótrúlega breytingu á þessum leik frá því að maður kom fyrst inn og þar til slökkt var á betunni. Leikurinn fer stöðugt batnandi og lagg, loading tími ofl minnkaði hratt með hverjum patch fyrir release.
Hinsvegar fyrst NDA er farið þá getur maður sagt hvað manni finnst, leikurinn lýtur mjög vel út á pappír, allt sem þú sérð, öll video og screenshot líta vel út, allt sem þú lest hvað David Bowman er að segja að verði í leiknum hljómar mjög vel, en er Artifact að gefa út þann leik sem þeir eru að lofa fólki ? Nei það eru þeir ekki að gera.
Þetta er ekkert annarkynslóðar leikur, þetta er ekkert nýtt, ef menn hafa spilað EQ,AC,DAOC ofl þá er HZ alls ekkert meistaraverk. HZ er aðeins tilbreyting inná svo mjög staðnaðan markað mmorpg þar sem enginn fær fjarmagn til að gera neitt annað en clóna (í fantasý geiranum allavegana) með eða án PVP.
Combat í leiknum er gjörsamlega staðlað, svo staðlað að allir fá been there done that fíling eftir fyrsta dag í spilun.
Crafting kerfið hinsvegar er mjög vel útfært og allir þeir sem fíla að vera crafters ættu að vera í skýunum með HZ því hvergi hef ég séð annað eins.
Drekar sem spilanlegur klassi er jú smá aðdráttarafl, ekki er hægt að neyta því, hinsvegar gátu drekar ekki vaxið í betunni þrátt fyrir að testurum var lofað að svo yrði. mann fóru allt uppí lvl 80 með hatcling dreka sem ekki gátu flogið. Drekar gátu ekki í betunni byggt sér lairs, og hvergi bólar á lairshaper eftir release heldur, þetta er einfaldlega ekki tilbúið ennþá. En verður það hinsvegar einhvertíman, spurning bara hvenær.
Þetta er sú sama endalausa saga um hvað fólki er sagt að það sé að kaupa og hvað það svo kaupir í raun, HZ hefði átt að vera í betu lengur, það er fullt af böggum ennþá í gangi eins og þeir íslandingar sem byrjuðu á föstudaginn urði vitni af. Leikurinn patchaði ekki, yfir 11 mín að logga þig inn, gast ekki valið hvaða litur eða útlit átti að vera á kallinum þínum osfv osfv.
En Atari vildi fá hann út fyrir jól og það eru jú þeir sem halda um budduna svo hér er hann.
Þeir fá stóran plús hvað þeir hafa reddað hlutunum hratt sem upp koma í þessu release, ólíkt td ShadowBane sem var plagaður af svo gamestopping böggum í fleiri mánuði að það var ekki fyndið, SB er víst fínn í dag en það er bara of seint fyrir marga sem hafa fært sig áfram.
Ég hef bara eitt að segja við þá sem eru að huggsa um þennan leik, ekki fara með miklar væntingar inni hann því þú verður vonsvikin eins og staðan á honum er í dag. þú ert því miður ekki að fá þann leik sem David Bowman hefur verið svo otull að dreyfa orði um á internetinu, HZ verður eflaust einn daginn það sem Artifact segja að hann sé, en ekki í dag, ekki á þessu ári. Í dag er þetta PVE leikur eins og svo margir aðrir, quest eru ekkert merkilegri en drepa 10 zombies eða safna 10 copperslates, fara með þetta til þessa gaurs og koma til baka með eitthvað annað.
Maður hefur gert flest af þessu áður, bara ekki sem dreki :)
Nazgul