Ég segji fyrir mig að mér finnst hann vera mjög öflugur. Öflugt kerfi sem hann byggist uppá og býður uppá gífurlegt magn af hlutum til að bæta leikinn með tímanum.
Já það eru víst buggar í leiknum …. ég hef samt bara verið í honum í 4 mánuði eða svo með betu þannig ég hef ekki mikla reynslu i honum.
Buggarnir eru samt ekki stórvægilegir , ekki sem ég hef lent í ,leikurinn krassar á svona meðaltali 8 tíma millibili. Sumir virðast hinsvegar ekki lenda í neinu öðru en vandamálum.
Ég veit um 6 íslendinga sem ég þekki persónulega sem spila hann og hef hitt 3 í viðbót bara í leiknum labbandi um.
Útlitið á leiknum er gott, en ráðlagt að vera með Geforce3/Ati Radeon 9000 minnsta kosti, helst stærra. Því jafnvel með Geforce 3 Ti500 fer ég ekki hærra en 42fps.
Eina sem mér finnst há leiknum er að fólk virðist ekki fatta að þetta er player(guild) vs player(guild) leikur og bölvar öllum þeim sem drepa aðra. Flestir eru hræddir við að fara í stríð við stór guild því þá “tapa” þeir svo flestir fara bara og sameinast við stærsta aðilann og eftir það er það EQ Carebear festival. Svo koma þeir og kvarta yfir því að leikurinn sé leiðinlegur í staðinn fyrir að nýta sér að maður má gera hvað sem maður vill :/