Crymogaea er þegar komin með <a href="http://crymogaea.starwars.is/“>vefsvæði</a> í boði mínu og veffang í boði umsjónarmanna <a href=”http://www.starwars.is/">StarWars.is</a>.
Ég mun setja upp spjallþræði, fréttakerfi og félagakerfi nú um helgina þegar ég hef tíma til.
Markmiðið með Crymogaea er að stofna íslenska borg í Star Wars Galaxies þar sem við getum haft okkar samastað en þó notið allra þjóða kvikinda þess utan :)
Frekari ákvarðanir um Crymogaea bíða næsta fundar, ekki náðist að ákvarða stjórnskipun, leiðtoga né hvaða Faction (rebel/imperial/neutral/hutt) skuli fylgja. Það er enn langt í leikinn og því ekkert sem liggur gríðarlega á.
Varðandi stjórnskipunina þá virtust flestir vera á því að stofna eigi ráð sem taki flestar ákvarðanir á day-to-day basis. Meðlimir í því yrðu því að vera mjög virkir spilarar. Við Íslendingar tökum auðvitað fátt annað til greina en að hafa virkt lýðræði, því yrði líklega að leggja stór málefni undir meðlimi alla (segja stríði á hendur öðru PA, ganga til liðs við Faction, alliance við annað PA og svo framvegis).
Þetta eru mál sem best verður líklega að ræða á spjallþráðakerfi Crymogaea um leið og það kemur upp.
Summum ius summa inuria