SWG: Grein 7: Factions & PA Áfram heldur greinarröðin, núna komið að Factions og PA (Player Association). Factions er í stuttu máli hvern þú styður í Star Wars heiminum og PA er Players Association, betur þekkt í öðrum leikjum sem guild. Til samanburðar við t.d. DaoC (fyrirgefið að ég skuli alltaf taka hann sem samanburðar en hann er eini MMORPG sem ég hef spilað so far) er kannski hægt að segja að þitt Faction sé Midgard og PA þitt sé Fenris. Eða Albion og Knights of the Roundtable.

Factions:
Það eru þrjú Factions í SWG, The Rebel Alliance, The Galactic Empire og The Hutt Syndicate. Svo þarftu ekkert endilega að vera í einhverju af þessu og þá ertu Neutral. Systemið virkar þannig að þú byrjar sem Neutral. Svo lifir þú þig inn í leikinn og gerir kannski nokkur verkefni, segjum fyrir Veldið, þú safnar Sympathy points, þegar þú ert komin með nóg stigum ert þú orðin Sympathizer fyrir Veldið. Þú þarft ekkert endilega að joina það, þú getur alltaf verið Sympathizer fyrir eitthvað Faction. Þannig að þú getur verið með annan fótinn inn og hinn út. Sympathizer getur kannski fengið einhver verkefni frá Factioninu en hann er ekki attackable frá hinum Faction-unum.

Hvernig á svo að ná sér í Sympathy points fyrir eitthvert Faction? Það eru nokkrar leiðir. T.d. fá verkefni frá NPC frá einhverju Factioni, berjast fyrir Faction á battlefield eða heala leikmenn frá einhverju Factioni. Svo líka hægt að ráðast á NPC frá einhverju Factioni.

Það er ekki algjörlega tilganslaust að joina Faction, þegar þú joinar það þá ert þú óvinur hinna Faction-ina. Þá mega hinir ráðast á þig. En þú færð líka eitthvað í staðinn, t.d. að vera í herstöð, sérstök equipments, NPC og Pets sem geta hjálpað þér og Mission og Quest frá einhverjum karakter úr myndunum. Það er einhver hætta á að joina Faction en allt hitt sem er hægt að gera er þess virði.

Nú munurinn á Sympathizer og declered member af Faction er einhver. Sympathizer er ekki attackable frá öðrum Faction en hann fær samt ekki allt það sem declered members fá. Þeir sem eru í Factioni fá fleiri missions, Military Rank, ótakmarkaðan aðgang að Faction bases og Theme Parks (sjá neðar), equipments frá Faction, sér Faction skill tree, Faction uniforms, ódýrari equipments og ammo, NPC troops til að stjórna (einhverjir Sympathizer geta fengið að stjórna NPC troops).

Faction Quests:
Sér Faction Quests gera mikið fyrir þína persónu í leiknum, þar sem þú færð Sympathy points hjá því Factioni sem þú tekur missionið. T.d. ef þú færð mission frá einhverjum hjá Rebel Alliance um að sprengja upp Imperial herstöð, og þú gerir það þá hækkar álit Rebels á þér en minnkar hjá Empire.

Theme Parks:
Theme Parks er svipað og Faction Quests, þ.e.a.s. þetta eru quests en með frægum persónum úr Star Wars myndunum og Expanded Universe. Theme Parks eru líka með þekkta staði úr myndunum eins og Jabba´s Palace. Í hvert skipti sem þú gerir eitthvað Theme Park hækkar álit hjá því Factioni á þér og kannski lækka hjá hinum en ekki alltaf. T.d. Theme Park mission frá Empire er kannski leynistöð á Endor, og verkefnið að hreinsa út ættbálk af Ewoks, þannig að það kemur hinum Faction-unum ekkert við. Og ekki búast við að þetta verði einhverjir túrista staðir, að þú viljir kannski fara að sjá Jabba upp á grínið. Ímyndaðu þér hvernig það væri ef það eru alltaf túristar þar.

PA:
Það að stofna PA/guild finnst mér að verði að vera í öllum MMORPG, og auðvitað er það hægt í SWG. Þú getur haft PA þitt á fjóra vegu, Empire, Rebel, Hutt eða Neutral. Það mun væntanlega ætlast til að það kosti eitthvað (í leiknum ekki RW) að stofna PA og eitthvað ákveðið marga meðlimi, best sem ég veit er það ekki ljóst ennþá.

Eitt sem er gott við að vera í PA, er það að geta farið í PA Wars. Það virkar svipað og duel-ið sem ég lýsti í greininni á undan. Þannig að PA spyr annað PA hvort það vilji komast í stríð. Ef það samþykkir þá mega allir í því PA ráðast á hina. En PA getur líka hætt við hvenær sem er. Hvaða PA sem er getur farið í stríð við hitt, meira að segja þau sem eru í sama faction.

Ég hef nú ekkert meira að segja um PA, enda þekkja þetta flestir í formi Guilds, en núna langar mér að hefja umræðu um Íslenskt Star Wars Galaxies Player Association. Hvað segið þið um það? Það er svo margar spurningar sem þarf að svara…

1. Hvaða faction á það að styðja?
2. Hvað á það að heita?
3. Hverjir mega vera með?
4. Eigum við kannski að stofna þrjú PA, eitt fyrir hvert faction?
5. Hvert er markmiðið með því?
6. Á að vera heimasíða fyrir því, eða spjall korkar?
7. Á þetta að vera bara combat PA, eða alveg frjálst um að velja?
8. Viljið þið hafa þetta roleplay PA eða bara frjálst?

Svo er margt annað sem þarf að svara. Nú ef ég ætti að svara þessum spurningum í réttri röð
1. Alveg sama, það sem meirihlutinn vill.
2. Humm, hvað með Azure Army. Úpps upptekið, en annars er mér drullusama, bara það besta sem kemur.
3. Bara íslendingar. Þó mega þeir útlendingar sem eru á Íslandi líka vera með.
4. Ef það er nógur áhugi þá væri það mikið skemmtilegra heldur en að hafa bara eitt.
5. Skemmta sér…
6. Ef einhver kann að gera vefsíðu (ég er ekki nógu góður) þá væri það mjög gott. Og ég held að við þurfum forum.
7. Alveg frjálst.
8. Kannski ekki alveg roleplay en það er virkilega leiðinlegt að sjá nöfn eins og HanSolo89. Eina sem ég vill er að fólk verði creative og skapi sér sitt eigið nafn.

Ef þið hafið áhuga á að vera með segið þið það þá, og svarið endilega spurningunum og komið með fleirri spurningar og athugasemdir. Það er enn þá nokkrir mánuðir í leikinn sem þýðir að því fyrr sem það byrjar því betra verður það, og ef það verða fleirri íslensk PA þá verður þetta örugglega stærsta íslenska PA-ið. Komið nú með ykkar skoðanir…
<B>Azure The Fat Monkey</B>