Mörgum finnst skrýtið að það skuli ekki vera level system í
StarWars Galaxies, öðrum finnst það gott, það gefur manni miklu
meira möguleika á að þróa karakterinn sinn, sem er eitt af
kostunum við SWG. Það er ekki þannig að þú velur þér starf sem t.d.
Marksman og byrjar á level 1, og eftir langan tíma ertu kannski
kominn á level 15. Nei, þú velur þér karakter, og vinnur þig upp
skill-tree. Í byrjun leiksins máttu velja byrjunar professions, sem
að sögn Developers hjá Sony er um 40. En þú verður ekki fastur
með það, því þú getur fengið mun fleirri professions þegar þú
vinnur þér upp fleirri skil-tree. Þegar þú byrjar leikinn geturu valið eitt profession, af kannski fimm.
Professions er skilgreint sem safn af skills sem ákveða ákveðið
hlutverk eða starf. Það þarf kannski 5 skills til að ná Smuggler,
Doctor eða Droid Engineer. Í hvert skipti sem þú nærð þér í nýtt
profession þá verður alltaf erfiðara að ná sér í nýtt Skill. Og til að
ná í Skills er ekki nóg að safna Skill Point og ýta síðan á takka sem
kaupir þér Skill. Þú gætir t.d. þurft að berjast við hóp af Tusken
Raiders á Tatooine eða temja Rancor á Dathomir. Þú getur verið
svona all around gaur með kannski 5-6 professions eða kannski
einbeita þér sérstaklega á einhver 2-3 professions og verða góður í
þeim. Það er ekki hægt að vera ákveðið góður í eitthverju Skilli,
annaðhvort ertu með það eða ekki.
Svo er það það sem mér finnst sérstaklega gott við leikinn. Eitthvað
sem mér fannst vanta í Dark Age of Camelot, það að selja skill og
breyta um. Þegar þú velur þér eitthvað Skill eða Profession þá
þarftu ekki að vera fastur með það. Ef þér líkar ekki við að vera
hárgreiðslumeistari þá máttu skipta yfir í kokk. Og ég er ekki að
tala í líkingum, þú getur verið að greiða hárið á Wookie eða elda
fyrir brjálaðan hóp af Imperials. En þetta er ekki þannig að þú
getir alltaf bara þegar þú vilt skipta, það þarf kannski að gera
einhver missions áður en þú skiptir.
En áætlað er að hafa um 40 Professions og 700 Skills. Ég gerði
stutt ágrip af öllum Professions. Og verður því skipt niður eftir
stafrófsröð. Athugið að þetta er ekki endanlegu Professions, bara
það sem svona komið er, og allt getur breyst.
Adventurer: Meðal maðurinn í stjörnubrautinni, Jack of All Trades
eða All Around. Smá af öllu, EKKI bara combat skills.
Breeder: Þetta er svona fyrir þá sem vilja ala upp eitthvað af
þessum “exotic”dýrum í Star Wars heiminum. Skills-in verða
non-combat en mun fókusa á Skillum sem þarf til að stjórna dýrum.
Auk þess mun þurfa Skill til að lækna.
Botanist: Botany er Skillið sem fjallar um vísindi, science. Gott til
að framleiða betri plöntur eða læknandi efni/materials.
Bounty Hunter: Þetta verður áreiðanlega eitt vinsælasta
professionið. Gott fyrir þá sem fíluðu Boba og Jango Fett. Það er
mjög spennandi að vinna við að hunta fólk út um alla
stjörnubrautina. Skillin sem þarf að ná fyrir Bounty Hunter er
aðallega Combat based, en líka Investigation, Languages og Slicing.
Brawler: Þetta er fyrir close combat gaura, melee. Skills í þessu
eru aðallega combat en líka sjálfsvörn og dodging.
Brewer: Bruggari, sá sem býr til djúsið/bjórinn/alkahólið í leiknum.
Chef/Cook: Kokkur, ekki mikið sem þarf að skýra hvað hann gerir.
En í leiknum er áætlað að hafa einhversslags kokkakeppni heyrði
ég, eða matar keppni.
Chemist: Efnafræðingur sem þarf að kljást kannski við
sprengjuefni og fleira.
Dancer: Ef einhverjir vilja skemmta á bar með þeirra “stunning
dance routine” þá mega þeir verða Dansarar.
Doctor/Physician: Healerinn í leiknum sem er líka að kafa í
vísindum.
Driver/Pilot: Það er mikið hægt að gera með þetta að profession.
Hver man ekki eftir AT-AT, stóru véldýrin í The Empire Strikes
Back með fæturnar sem löbbuðu á ísplánetunni Hoth, ef þú fylgir
Veldinu þá gætirðu fengið að stjórna einum svona. Þú þarft
aðallega Mechanical skills fyrir þetta en líka combat.
Droid Engineer: Sá sem hannar Droids.
Droidsmith: Sá sem byggir Droids.
Explorer/Scout: Þróaðri Adventure titill. Mun þó nota meira af solo
skills og mun líka nota mapping Skill.
Farmer: Hérna geta bændur unnið mat og selt öðrum.
Gambler: Fyrir ykkur sem geta ekki hætt að spila Lukkuskjáinn í
Local Shop. En það býr meira undir þessu, þú þarft líka að hafa
smá Combat Skill.
Gunner: Þetta er ekki fyrir neina blaster, þetta er fyrir heavy
byssur og líklega mun notast við turrets og fleira.
Hairdresser: Hérna geturðu fengið útrás á höfðum annara manna.
Þeir sem verða góðir geta orðið eftirsóttir til að breyta um
höfuðfar karakterinns manns.
Interpreter: Þetta er mjög gott fyrir þá sem hafa ekki Protocol
Droid.
Jedi: Eins og oft hefur verið sagt það er ekki auðvelt að verða
Jedi. Í þessu þarftu mikið að vera force sensitive. En fyrir þá sem
vilja vita, til að verða dark Jedi þarftu fyrst að verða alvöru Jedi
og síðan falla til “the dark side.”
Marksman: Nokkurskonar sniperinn í leiknum, gott fyrir þá sem
nenna ekki að leggja líf sitt í stóra hættu með að berjast nokkra
meta frá einhverjum hermönnum.
Medic: Svona healerinn sem læknar þig eftir að þú hefur fengið
skot í bakið frá Imperial Troopers.
Miner: Í þessu profession þarftu að ná í ýmis materials til að geta
byggt eitthvað. Efnin koma bara ekki einhverstaðar, það verður að
mina þau.
Musician: Ef þú spilar á hljóðfæri þá getur æft þig bæði í Real
World og í SWG. Þarna muntu eflaust fara á bar og spila fyrir
pening.
Officer: Einhverjir þurfa að stjórna NPC í battle, gaman fyrir
Imperials að stjórna kannski bunch af Storm Troopers. Officer
mun þarnast nokkurs combat skill og líka mechanical skills.
Politician: Þú getur orðið bæjarstjóri ef þú vilt, látið aðra gera
eitthvað fyrir og kannski haft nokkra hermenn þér til varnar. viltu
verða góður stjórmálamaður eins og Padmé eða kannski vondur eins
og Supreme Chancellor Palpatine?
Slicers: Einhverjir þurfa að hakka sig inn í leynistöðvar veldisins
til að fá að vita hvar þeir ætla að ráðast næst. Það verður ekkert
combat skill í þessu, meira mechanical.
Smuggler: Þetta mun örugglega vera skemmtilegt profession, maður
þaðrf að passa að yfirvöld fatti ekki að maður sé að smyggla
ólöglegum hlutum til einhvers, svo verður líka hægt að eyða skill
point í að forðast frá því að verða náður.
Soldier: Venjulegi stríðsmaður hverri Faction. Skills munu
algörlega vera Combat nema smá Medic eða Mechanical skill.
Tamer: Temjari, ef þú vilt fara upp á eitthvað villt dýr þá er gott
að vita eitthvað um það. Þetta býður upp á marga möguleika og mörg
dýr til að temja.
Tattoo Artist: Fyrir Zabrak þá er gott að vita um nokkra svona, ef
þær ætla að hafa jafn flott tattoo og Darth Maul.
Trader: Ekkert sérstakt er vitað um þetta og er lítið hægt að segja,
nafnið segir sig að mestu sjálft en ekki er vitað hvernig það verður.
Vehicle Engineer: Svipað og Droid Engineer, hann hannar
farartækin.
Vehicle Builder: Þeir sem byggja farartækin.
Writer: Ég veit ekki alveg hvernig þetta á að virka en einhverjir
þurfa að skrifa niður hvað er að ske í leiknum.
Weapon Designer: Sá sem hannar vopnin, þetta proffesion mun
bjóða upp á marga möguleika.
Weaponsmith: Sá sem byggir vopnin.
Vá hvað þetta er mikið, það verður erfitt að velja eitthvað af þessu og skilja öll hin eftir. Hvað finnst ykkur um þetta? Er eitthvað sem vantar? Hvað með þetta skipta um Skill og Profeesion, er það of mikið? Enilega segið ykkar álit.
Næsta grein: Combat & PvP
Þar á eftir: Factions & PA
<B>Azure The Fat Monkey</B>