Fyrir nokkrum dögum var beta clientinn fyrir Neocron gefinn út fyrir almenning. Ég hef verið að bjástra við að verða mér úti um hann, og í morgun tókst mér það loksins. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Neocron svona “futuristic cyberpunk” MMORPG. Leikurinn spilast reyndar í fyrstu-persónu, en er samt ekki skotleikur.
Bakgrunnurinn er sá að mannkyninu hefur næstum tekist að tortíma sjálfu sér með gjöreyðingarvopnum, mengun og stríðsátökum. Margar dýrategundir eru annaðhvort útdauðar eða hafa tekið miklum stökkbreytingum. Landsvæði eru ekkert annað en eyðimerkur og minnisvarðar fyrrum menninga. Mennirnir lifa í stórum borgum sem eru varðar af allskyns tækniundrum. Ein af þessum borgum er Neocron, en þar munu allir spilendur leiksins búa.
Neocron virkar eins og flestir aðrir MMORPG-leikir, nema að spilararnir eru ekki að reyna að ná levelum heldur bara að hækka upp hæfileika sína.
Ef fólk hefur áhuga á að prófa Beta 4 þá er hægt að nálgast hana á hinum ýmsu FTPum, KaZaa og e-Donkey. Einnig ætlar Reakktor, þróunaraðili leiksins, að setja upp tengil á clientinn á heimasíðu leiksins mjög fljótlega, en honum hefur hingað til einungis verið dreift á DVD með þýsku leikjatímariti. Ég vara ykkur þó við, hann er 1.15 GB!
-Royal Fool
Tenglar:
<a href="http://www.neocron.com“>Heimasíða Neocron</a> - www.neocron.com
<a href=”http://www.reakktor.com“>Heimasíða Reakktor, þróunaraðila Neocron</a> - www.reakktor.com
<a href=”http://unfounded.net/neocron/“>Náið í Beta 4 hér</a> - unfounded.net/neocron
<a href=”http://www.neocron.com/forum/showthread.php?s=fc7c33f26e83893bc6daaed0f5e4efa6&threadid=7588">Flettið hér í gegn til að finna fleiri staði</a> - www.neocron.com/forum/showthread.php?s=fc7c33f26e83893b c6daaed0f5e4efa6&threadid=7588