Ps: ég hef ákveðið að hafa alla aðal staðina á ensku.
Pláneta: Corellia
Stjörnukerfi: Corellian System
Landsvæði: Akrar, skógar, sjór, borgir
Aðal staðir: Coronet, Agrilat Swamps, Gold Beaches
Lýsing: Þeir sem þekkja bara til myndanna þekkja ekki plánetuna Corellia en hún gegnir mikilvægu hlutverki í stærri sögu Star Wars. Hún er þekkt fyrir að vera heimapláneta Han Solo og er líka þekkt fyrir að hafa stuðlað að uppbyggingu “Rebel Alliance.” Þar sem Correlia er einn af helstu máttarstólpum “Rebel Alliance” fer orðrómur um að Princess Leia Organa hefur komið af stað földu “command and control” bækistöð á Corellia. Því er Corellia tilvalin staður fyrir þá sem fyrirlíta Veldið.
Pláneta: Dathomir
Stjörnukerfi: Dathomir System
Landsvæði: Gljúfur, skógar, skörðóttir fjalla tindar
Aðal Staðir: Imperial prison, witch villages, rancor habitats, mountain passes
Lýsing: Á Dathomir eru infæddar “nornir” sem eru “Force sensitve” og ríða á óttalegum Rancors og kalla sig sjálfar “Witches of Dathomir.” Á Dathomir eru tveir norna clön sem eiga í stríði við hvort annað. Annað heitir “Singing Mountain Clan” og hitt heitir “Nightsisters.” Þeir sem ferðast til Dathomir geta valið um hvort clan það styður og getur þar með grædd á ýmsum viðskiptum við clönin. Svæðin á Dathomir eru mjög hættuleg fyrir hvern sem ferðast þangað. Dathomir hefur heldur ekki komið fyrir í neinni Star Wars mynd en á mikla sögu í stærri heimi Star Wars, þ.e.a.s. Star Wars Expanded Universe.
Pláneta: Endor
Stjörnukerfi: Endor System
Landsvæði: Skógar, fjöll, eyðimerkur, sléttur, stöðuvötn
Aðal staðir: Ewok villages, Marauder sites, Gorax caves
Lýsing: Flestir þekkja Endor úr myndinni Return of the Jedi, þar sem vinir okkar Luke, Leia og Han hittu fyrir hina skrýtnu Ewoks og keyrðu um á Imperial speeder bike gegnum skóga Endors. En því miður sést það ekki í leiknum þar sem það á enn eftir að ske. Á Endor eru engar borgir og ekki hægt að byggja sér hús þar. Hinsvegar er hægt að eiga viðskipti við innfædda, þar á meðal Ewokana og Marauders.
Pláneta: Lok
Stjörnukerfi: Karthakk System
Landsvæði: Rauðar eyðimerkur, brennisteins laugar, fjöll, hraunlendi
Aðal staðir: Nym's base
Lýsing: Lok var fyrst heimili útlaga, og þekkt fyrir stjónrleysi og ofbeldi. Landsvæði Lok er mjög fjölbreytt um landsvæði, allt frá hættulegum brennisteins laugum til sjóðandi hraun holna. Á Lok var einn óformlega leiðtogi Lok, hættulegur “pirate” að nafni Nym. En er núna “crime lord” á Lok, og það fer orðrómur um að hann sé samúðarfullur við Rebel Alliance.
Pláneta: Naboo
Stjörnukerfi: Naboo System
Landsvæði: Mýri, hólar, borgir, fjöll, graslendi
Aðal staðir: Theed
Lýsing: Naboo er ein af mest landfræðilega fjölbreyttustu plánetunum í Star Wars Galaxies, og er tilvalin fyrir þá sem vilja “explora.” Frá myrkrustu djúpum Lianorm Swamps til frosnu tindum Gallo Mountain Range og til hitabeltis frumskógum og þéttum skógum Naboos. Á Naboo getur þú fundið hina friðsælu mannveru þekktar sem Naboo, og hina stríðsmiklu Gungans. Keisarinn hefur sett nokkra high-ranking Imperial stjórnendur á Naboo, svo þeir sem eru hliðhollir Myrkru hliðinni ættu að geta fundið nokkur verkefni þar. Og þeir sem ganga hvað best gætu þess vegna hitt The Emperor sjálfan.
Pláneta: Rori
Stjörnukerfi: Naboo System
Landsvæði: Mýri, hólar, borgir, fjöll, graslendi- landsvæði svipað Naboo
Aðal staðir: Að minnsta kosti ein óopinber borg
Lýsing: Rori er eitt af Naboo tunglum, Rori má lýsa sem “furðulegri hlið Naboos.” Arkitektúr á Rori er mjög lík Naboo, enda eiga infæddir uppruna sinn á Naboo. Rori hefur aldrei sést í neinni myndunum eða Star Wars Expanded Universe, svo Rori á uppruna sinn í Star Wars Galaxies. Og þar sem þetta er nýleg plánet er ennþá ekki vita mikið um hana.
Pláneta: Talus
Stjörnukerfi: Corellia System
Landsvæði: Akrar, skógar, sjór
Aðal staðir: Dearic spaceport
Lýsing: Eins og Rori er bróðir veröld Naboo, þá er Talus bróðir veröld Corellia. Hún er svo “ógnvægilegri hliðin” á Corellia. Undir yfirborði Talus er svona “repulsor” sem einu sinni var notuð til að ýta plánetunni á rétta braut. Ekki er ennþá mikið vitað um Talus þar sem hún er líka frekar nú pláneta eins og Rori.
Pláneta: Tatooine
Stjörnukerfi: Tatoo System
Landsvæði: Eyðimerkur, gljúfur, nýlendur, borgir
Aðal staðir: Jabba's Palace, Fort Tusken, Mos Eisley, Mos Espa
Lýsing: Tatooine er örugglega hvað þekktasta plánetan fyrir fólk sem þekkir myndirnar inn og út. Margir myndu halda að Tatooine sé dálítið “limited” hvað varðar það sem það býður upp á. En það er ekki svoleiðis, á Tatooine ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sumir geta unnið í námum og fengið pening þaðan, aðrir geta farið að veiða nokkra Tusken-a, eða fengið verkefni frá Jabba sjálfum. Svo eru borgirnar Mos Eisley og Mos Espa spennandi staðir til að skoða.
Pláneta: Yavin IV
Stjörnukerfi: Yavin System
Landsvæði: Frumskógar, stöðuvötn, lækir
Aðal staðir: The Great Temple, abandoned temples, “scorched earth” area
Lýsing: Yavin 4 er stórt risa gas pláneta sem gengur á braut plánetunnar Yavin. Imperial staða hefur verið komið af stað á plánetunni, staða sem var komið af stað eftir “Battle og Yavin.” Og fyrir því gerir það einkar erfitt og hættulegt að ferðast um plánetuna, nema menn séu hliðhollir Veldinu og Keisaranum. Yavin 4 gegnir stóru hlutverki í báráttunni milli Veldisins og “The Rebel Alliance.” Massassi, lífverurnar sem voru upprunlega infæddir eru löngu horfnir, en það er orðrómur um að þær séu ennþá á Yavin 4.
Þetta eru allar pláneturnar 9 sem eiga eftir að vera í SWG. Ennþá er nokkuð í leikinn og ennþá er nokkuð í að pláneturnar séu full gerðar, þannig að þetta er ekki endanleg niðurstaða á plánetunum.
Ps: Ef einhver sér staðreynda villur þá megið þið gjarnan leiðrétta þær en ef þið sjáið stafsetningavillur megið gjarnan halda kjafti því það er búið að taka mig heillangan tíma að skrifa þetta og ég nenni ekki að fara yfir.
Næsta grein: Creatures eða race-in.
<B>Azure The Fat Monkey</B>