Top 11 MMORPG leikirnir sem eru að koma út Núna er ég orðinn obsessed með MMO/MMORPG. Eftir að hafa spilað aðeins einn leik. Ég spilaði hann dálítið lítið, en eftir það fór ég að skoða fleirri leiki. Ég skoðaði fleirri og fleirri leiki, og núna fer ég ekki á netið án þess að gá að nýjum fréttum af Eve Online, Star Wars Galaxies, World of Warcraft, Asherons Call eða Everquest 2. En hérna fann ég áhugaverða grein sem einhver \“hálfviti\” skrifaði og setti saman í lista top 11 upcoming Online Games. Ég skíri hérna fyrir neðan afhverju ég kalla þennan mann hálfvita, þið fattið það kannski þegar þið flettið í gegnum listann :)

<a href=\"http://www.ugo.com/channels/games/features/eleven/online_e3/\"> Top 11 Online Games</a>



Núna eruð þið búin að skoða listann og föttuðuð þið hvað var að? Ég sá tvennt, þið eruð kannski ekki á sama máli en:

1. Eve var ekki á listanum. Hvaða hálfviti sekkur sér í könnun um komandi Onine Games og setur ekki Eve á top 11 lista. Ég spyr bara hvort hann hafi einhverntímann heyrt um hann. Smekkur manna er mismunandi.

2. City of Heroes er í öðru sæti. Ha??? Fyrst þegar ég heyrði um þennan leik þá fattaði ég þetta ekki alveg. Ég fór á official site og skoðaði aðeins leikinn, og sá að þeir eru að bjóða upp á dálítið mikið. En þetta er svo takmarkað, allir verða ofurhetjur, svo er ekki hægt að verða vond ofurhetja. Allir verða að vera góðir, ég tel þetta vera stóran galla. Samt hlakkar mig til þegar hann fer að nálgast.

Ef ég ætti að gera lista þá liti hann nokkurnveginn út svona:

4. World of Warcraft
3. Planetside
2. Eve: The Second Genesis
1. Star Wars Galaxies

Ég treysti mér eiginlega ekki til að gera lengri lista. En segið hvað ykkur fannst um listann, hvað var að og hvernig munduð þið hafa hann?
<B>Azure The Fat Monkey</B>