Mig langar nú bara að spurja af hverju DaoC einn og sér ætti að fá sér áhugamál…mér finndist það frekar asnalegt ef satt skal segja.
Ef þið lítið vel á, þá er aðalumræðuefnið á MMORPG áhugamálinu DaoC. Og þrátt fyrir það er hún ekki mjög lifandi. Póstur annað slagið og þá oftast ekki póstar sem koma af stað góðum umræðum. Svo koma svör líka við þessum póstum aðeins oftar en samt er ekki mikið af þeim. (Garg tímabilið undanskilið) =P
En ég vildi spyrja, þið sem sögðuð já við þessari könnun, af hverju viljið þið sér áhugamál?
Ég hugsa að áhugamálið verði aftur virkt þegar nýir og ferskir leikir líta dagsins ljós og/eða þegar svo stutt er í þá að eftirvæntingin er að gera fólk snarvitlaust. En mér, persónulega, finnst að við ættum að hefja umræður um komandi hluti og annað sem tengist áhugamálinu. Það er leiðinlegt að horfa á þetta þorna svona. :)
Byrjið í það minnsta á umræðunum aftur…
Ps. Ég sendi þetta inn sem grein vegna þess að mig langaði að vekja smá umræðu, annars má þetta alveg fara á korkinn mín vegna.