Þetta er póstur sem ég verð eiginlega að koma frá mér, svona af því bara.

Ég byrjaði snemma í Dark Age of Camelot og var einn af stofnendum Fenris auk þess var ég fyrsti Alsherjargoðinn. Guildið byrjaði hálf brösulega en varð svo frekar stórt þökk sé góðu fólki: Gerbill, Hjörtur, Jörmundur, Cyrila og mörgum öðrum. Dark Age of Camelot var ferskur og fallegur. Grafíkin var lifandi og gaf til kynna alvöru umhverfi andstætt við eldri leiki. Gaman var að kynnast kosti og galla hvers class og að specca í kúl hlutum og fá attacks sem gerðu alltaf meiri og meiri skaða. Questin voru skemmtileg og oftast var maður ánægður yfir útkomunni sem fólst í því að fá galdrahluti sem maður hefði ekki fengið áður. Ég skemmti mér konunglega þangað til að veruleikinn kom fljúgandi beint í andlitið á mér. Þegar ég var kominn yfir 20 levelið fór allt að hægjast, þetta fór að verða einungis það að drepa næsta MoB. Maður hætti að sjá einhverja svala hluti í hverju classi. Það var lengur engin ástæða til að hækka um level. Eina sem gerðist var að avatar manns varð bara aðeins sterkari með hverju leveli og gat þar afleiðandi drepið aðeins sterkari MoB.

Þá rann einnig upp fyrir mér hversu unbalanced þessi leikur er. Ég sá að engin ástæða var fyrir mig að fara með Berserkerinn minn í RvR því hann myndi drepast í fyrstu atlögu. Hann var gangandi frag sem beið eftir ör frá óvini eða jafnvel galdri.
Ekki öfundaði ég Warriorana sem lentu í svipuðum hremmingum og ég.

Eftir allt sem ég hef lent í Midgard þá stend ég á þeirri skoðun að DaoC er frekar innantómur leikur, sérstaklega á hærri levelum. Ég hef meira að segja íhugað að byrja á EverPest aftur þar sem hann býður upp á aðeins meiri classa og racial fjölbreytni. Einnig eru svæðin þar talsvert fjölbreytnari. Innst inni vona ég að Mythic taki sig á og taki DaoC í gegn til að gefa fólki meira long term interest í leiknum. Annars vona ég til að stofna Fenris annars staðar þegar einhver nýr leikur kemur út, hvort sem það yrði Shadowbane, , EverQuest 2, SW galaxies eða WoW. Þessir leikir eiga það til að bjóða upp á meira guild based og karakter related hlutum(þó ég er ekki viss um WoW) þeas, maður getur keypt sér byggingar og báta. Draumurinn væri að byggja “City of Fenris” ef það væri hægt :)

Brátt kemur að því að ég cancelli accountinum mínum hjá DaoC og donatea hlutum mínum í guildið. Ég mun gera það með söknuði en í lengra tíma litið vil ég ekki vera að eyða peningi í hlut sem ég nota ekki.

Að lokum spyr ég ykkur: Hvað er það sem heldur ykkur í DaoC? Hver er ástæðan fyrir því að þið haldið áfram að spila hann?
[------------------------------------]