Ég hannaði þessa grein fyrir guildið mitt í guild forums hjá okkur (SIN), og ákvað að skella þessu inn hérna líka :)
Sith Warrior - Juggernaut/Marauder
Juggernaut = Melee Tank/DPS
Juggernaut mun vera aðeins með eitt lightsaber en hinsvegar með töluvert meira defense en Marauder, til dæmis verður hann með ‘heavy armor’ og eru þeir að reyna ná tilfinningunni að vera Darth Vader. Hann mun hinsvegar líka getað gert skaða (DPS) en ekki jafnmikið í samanburði og Marauder. Mynd
Marauder = Melee DPS
Marauderinn mun annarsvegar vera með 2 lightsaber(Dual saber), og er hann meira í stíl við Anakin Skywalker, og mun vera í medium armor. Hann er meira focuseraður á skaða(DPS) og mun þar með hugsanlega gera meiri skaða(Ekkert er staðfest, bara það sem ég býst við og finnst vera meiri líkur á). Mynd
Mæli líka með að þið skoðið armor advancement hjá Sith Warrior, svo þið fáið nokkurnvegin tilfinningu fyrir hvernig hann lítur út og virkar. :)
Sith Inquisitor - Sorcerer/Assasin
Sorcerer = Medium Range DPS(crowd control)/Healer
Þetta er svokallaði “caster DPS” classi, þeas hann mun focusa á að vera í fjarlægð frá óvininum og notast við lightning bolts og ýmsa galdra til að gera skaða, eða halda óvininum frá bardaganum(semsagt crowd control) svo liðsaukarnir geta einbeitt sér að öðru á meðan. Hann mun einnig geta verið healer, og haldið öðrum á lífi og jafnvel hjálpað til veða það eða “assist healer” á meðan hann gerir einnig skaða. Þessi klassi er gerður til að ná tilfinningunni að þú sért Darth Sidious eða Emperor Palpatine úr myndunum. Mynd
Assassin = Melee DPS/Avoidance Tank
Assassin er Darth Maul klassinn, hann mun notast við saber staff og light eða medium armor, þar sem hann getur einnig verið tank, mun hann reiða sig á lightsaber block og eða geta forðað sér frá skaðanum, í stað þess að láta armorið sjá um að verja sig. Mynd
Bounty Hunter - Power-tech/Mercenary
Powertech = Medium range Tank/DPS
Það þarf ekki að segja mikið um hvaðan hugmyndin af þessum klassa er komin, en þetta er væntanlega það sem flestir þekkja og kannast við, en hlutverk hans mun vera tank fyrst og fremst, og mun nota heavy armor. Hann hefur ýmiskonar tæki og tólk líka sem virðast vera frekar spennandi, svosem jet-pack og flamethrower. Eitt sem fólk ætti að gera sér grein fyrir er að sumir “skills” er ekki hægt að nota í návígi þannig þetta mun líklega vera ranged tank, og verður best geymdur í þannig bardögum. Mynd
Mercenary = Medium range DPS/Healer
Þessi AC mun vera í medium armor, og einnig geta healað, hann mun vera þessi týbíski ameríski kúreki, með tvær geisla byssur standandi á miðjum vígvelli skjótandi óvini sína. Mynd
Annað Bounty Hunter armor progression video, mæli með því :)
Imperial Agent - Sniper/Operative
Sniper = Long range/medium range DPS
Þetta er class fyrir þá sem elska ‘hunter’ class í öðrum mmo's, en hérna þarftu að halda þér frá öllum öðrum eins og þú getur og lætur rigna geisla skotum á óvinina á meðan þú situr hultur í felum einhverstaðar. En hann og smuggler eru einu classarnir sem geta farið í cover, og sniper virðist betra fyrir PvP þegar kemur að gera skaða, þú endist lengur og ert að drepa fullt af óvinum án þess að þeir geri sér grein fyrir því, en það mun örugglega breytast þegar fólk byrjar að læra inn á þetta. Hann notar Sniper riffil eins og nafnið gefur til kynna og hefur ýmis tól sér til notkunar, eins og flashbomb sem er AoE stun og endist í 4 sec eins og er. Mynd
Operative = Medium range DPS/Healer
Imperial Agent er James Bond/Jack Bauer(24) í Star Wars, hann er eiginlega ekki neitt iconic eins og hinir classanir, en það gerir hann líka frekar sérstakann. Operative er aðeins nær víglínunni, þarf að fela sig (stealth) til að komast bakvið víglínu, og hugsanlega trufla andstæðinga, eða bara halda félugunum sínum á lífi. Mynd
Mæli með þessum trailer, til að fá smá innsýn inn í þessi hlutverk, munið 007 mætir Jack Bauer :)
Ég vona að þetta hjálpi fólki að vellja svo hlutverk í framtíðinni, og endilega komið með spurningar eða ábendingar varðandi þetta ;)
Takk fyrir :p