Ég fynn bleytu leka niður bakið mitt… löngu byrjað er að rigna og af allri minni reiði og árásargirni hef ég ekki tekið eftir neinu nema spámanninum á hólnum.
Hann stendur þarna bara og hlær að okkur og virðist rigninginn bara auka á eldkúluna sem umlykur hann.
“Þið munuð aldrei ná að yfirbuga mig haha!” Kallar hann og hlær
Tveir fremri stríðsmennirnir kalla á galdramennina og biðja um sameginlega árás á hann og sjá hvort það hafi einhver áhrif á þá. Ég vona það því að allir galdramennirnir eru full-lærðir í sínum fræðum og eru fáir kraftar í miðgarði sem eru sterkari en þeir.
Einn sest niður og fer að muldra í einhverri bók sem hann hefur með sér og byrjar kúla að vaxa utan um hina fjóra galdramennina sem virðist hættuleg að vera nálægt.. þegar hún er orðinn tvöfalt stærri en þeir sjálfir byrjar hún að minnka og fer öll orka sem ég sé í hendur þeirra og svo er þessum kúlum kastað.. þótt að orkan sem ég sé fljúga í átt að spámanninum sé falleg og litrík þá veit ég að hún er banvæn öllum sem snertir hana.
Kúlurnar fjórar hitta spámannin og virðist ekki hafa nein áhrif á hann nema reita hann til reiði, en ekki er hann að ráðast á okkur.. hann myndi léttilega útrýma okkur öllum ánþess að lyfta hendi hvað þá ef hann notar allan kraftinn sinn.
Hópurinn stendur enþá þarna dauðhræddur um líf sitt og þorir ekki að lyfta fæti af ótta að spámaðurinn rífi þá á hol með göldrum sínum en mér til mikillar undrunar þá leggst spámaðurinn niður á jörðina og byrjar að muldra einhver orð sem hvorki ég né annar í hópnum virtist geta botnað í.
“Caratetas Vi Otare!”
“Submni Jaklakara!!!”
“Otratase!!!”
Svo hvarf hann og rigninginn hættir. Virtist sem allir galdrar hans hafa neikvæð áhrif á umhverfið en hvað þýddu þessi orð og hversvegna réðst hann ekki á okkur…