Hæ,
Mig langaði bara til að pósta hér svona gullmolum fyrir þá sem eru nýjir í MMORPG hettunni. Þetta er mjög svipað milli flestra þessarra leikja og ættu þessar upplýsingar því að nýtast öllum, hinsvegar er talsvert af spilurum sem eru nýbyrjaðir í DAoC, þar á meðal ég, og því datt mér í hug að pósta þessu.
Til að góð grúppa verði betri er aðalatriðið að allir sem í henni eru séu meðvitaðir um hlutverk annarra í grúppunni og einnig að læra að treysta mönnum til að sinna sínu hlutverki. Að sjálfsögðu eru sumir sem aldrei læra en þá er hægt að læra að forðast að grúppa með þeim. Nokkrar reglur sem gott er að hafa í huga:
1. Ef að er annar spilar í grúppunni af sama klassa og þú, talið þá saman í upphafi um hvaða hlutverk hvor muni sinna.
2. Ekki reyna við of stór skrýmsli, frekar að drepa mörg minni, það er minna XP í einu en gefur meira per. klst ef aldrei er pása á milli.
3. Ekki ferðast of mikið um, heldur vera á einum stað í einhvern tíma og fara svo þegar skrýmslin gefa lítið XP.
Svo eru nokkur heillaráð hvað varðar skilning á því sem aðrir eru að gera þannig að þú sért ekki að eyðileggja jafnvel fyrir grúppunni bara með því einu að skilja ekki hvað einhver galdur gerir til dæmis og því er hollt fyrir alla að kynna sér það. Hér að neðan eru helstu hugtök sem skipta máli til að vera góður hópspilari.
“Pull”
Þetta hugtak er notað þegar einn meðlimur hópsins fer á brott til að sækja skrýmsli til að drepa og kemur með það til hópsins, gott er að venja sig á að hlaupa ekki á móti þeim sem er að “pulla” heldur standa á sínum stað og fremsti maður er MT (útskýrt að neðan) og hinir fyrir aftan. Sá sem sækir skrýmsli tilkynnir hópnum að hann sé með eitthvað á hælunum með einhverri setningu í hópspjalli, t.d. INC! sem er stytting fyrir Incoming.
Aggro
Þegar skrýmslið kemur á eftir hælunum á pullernum þarf eins og fram kom áðan aðalbardagamaður hópsins að byrja að berja fyrstur á skrýmslinu til að fá það til að berja sjálfan sig og engan annan, þetta kallast að byggja upp aggro. Þetta er gert til að skrýmslið sé að berja á þeim sem bestu varnirnar hefur og því þarf minna að lækna hann sem þar af leiðandi sparar hugarorku læknanna (athyglisverð íslensk setning) sem er gert til að geta haldið áfram linnulaust. Einnig þurfa aðrir bardagamenn en sá sem er MT að passa upp á sitt aggro, t.d. ef skrýmslið sýnir þér allt í einu áhuga þá er gott að hætta að berja á því í smástund þar til það snýr sér aftur að MT, þetta skiptir ekki ógurlega miklu máli á lágu leveli en margborgar sig að byrja strax á því að vera meðvitaður um hversu mikið “aggro” þú býrð til og að hafa stjórn á því. Ef þú færð aggro, mundu þá þessa reglu:
Don´t run, don´t sit, don´t panic!
ADD
Þetta er sagt þegar verið er að berja á skrýsmli og vinur eða vinir þess ákveða að bætast í hópinn, einnig oft notað þegar “pullerinn” kemur með meira en eitt skrýmsli óvart.
MT
Hér ræðir um þann bardagamann í hópnum sem hefur bestu varnirnar, þetta er oftast Warrior og þá sem er hæsta level, samt ekki nauðsynlega. Fer einnig eftir því með hverskyns tæki og tól þeir hafa en hærra level er þumalputta reglan.
“Crowd Control (CC)”
Þetta hugtak er notað yfir þá aðgerð að hafa stjórn á því hversu mörg skrímsli er verið að berja í einu eins og orðið gefur til kynna, því grúppa sem getur rað-drepið skrýmsli er öflugri en sú sem baslast við að drepa mörg í einu og eða tekur eitt og eitt rosalega erfitt skrýmsli. Því þá skapast niðritími þar sem beðið er eftir hugarorku og/eða þreki.
“Mez”
Mez er stytting á Mesmerize sem er oftast galdralína í flestum MMORPG's og í DAoC eru það Healers sem fá þessa línu ásamt Skalds og fleirum, allvega hjá Midgard en allvega getur einhver klassi alltaf kastað einhverjum slíkum göldrum og hafa þeir mismunandi nafn en er oftast kallað “Mez”. Þegar þessum galdri er kastað á skrýmsli þá gerir það ekkert annað en að stara í loftið í þann tíma sem galdurinn endist eða þar til einhver ákveður að lemja eða kasta öðrum göldrum sem gera skaða á skrýmslið því þá bregst mez-ið og oftast er sá sem kastaði mez efstur á vinsældalista skrýmslisins fyrst um sinn þar til tankar hafa byggt upp aggro. Það er mjög mikilvægt að ráðast ekki á skrýmsli sem eru mez-uð og að allir í grúppunni einbeiti sér að því að klára fyrst eitt skrýmsli og fara svo á hitt að því loknu, semsé rað-drepa ekki hlið-drepa. Ef hinsvegar Mez bregst og skrýmslið er farið að hamra á þeim sem mez galdrinum kastaði og þar af leiðandi fær hann ekki annað tækifæri til að kasta er gott að berja skrýmslið nokkrum sinnum þar til það snýr sér burt frá þeim aðili og svo fara aftur á það skrýmsli sem allir hinir eru að drepa og þá fær hann tækifæri til að kasta öðru mezi, hinsvegar ef um 2 aðila í grúppunni er að ræða sem geta kastað mez, þá reynir sá seinni að meza meðan sá fyrri er barinn í buff. Það er að sjálfsögðu meiri pæling bakvið þetta en hér er skrifað og fleiri dæmi sem geta komið upp en þetta er svona grunnþekking sem gott er að hafa og svo út frá því fá reynslu í hvernig þetta gerist. Þetta hljómar eflaust flókið en lærist fljótt.
Stun
Þessi galdur stoppar óvininn í nokkrar sekúndur (2-6) og hefur skamman kast tíma, þetta er oft notað þegar þú hefur ekki tíma til að kasta t.d. öðru mezi, þá kastar þú stun í millitíðinni svo þú fáir frið til að kasta mez sem endist lengur.
Snare
Þegar þessi galdur er á skrýmsli, þá hreyfir það sig löturhægt eins og greinar haldi í fætur þess. Í EQ máttu berja skrýmslið í buff á meðan en hinsvegar í DAoC þá hættir það að hreyfa sig hægt ef það er lamið.
Root
Þarna stöðvast skrýmslið alveg en getur kastað göldrum á þig á meðan þetta er, þetta er oft notað til að stoppa óvin í förum sínum svo hægt sé að setjast niður í stutta stund t.d. til að fá meiri galdraorku.
Assist
Þetta er eitthvað sem allir ættu að kunna, þegar þú velur MTinn í grúppunni og gerir svo /assist þá færðu það skrýmsli í gluggann sem hann er að berja þannig að þú sért ekki óvart að berja annað skrýmsli en hann sem einhver er kannski að reyna að meza, ef allir nota þetta í hópnum þá eru allir alltaf að berja á réttu skrýmsli. Hinsvegar verður MT að passa sig á því að skipta þá ekki um “Target”.
Það gæti vel farið svo að ég bætti einhverju við þetta, en langaði svona að koma því allra nauðsynlegasta á blað. Líklega gleymdi ég þó einhverju, ég vona að þetta komi að gagni!
Bagindal Latahorn