Jæja. Eftir að hafa spilað samfleitt on og off föstudag og laugardag. Þá heyri ég á chattinu á sunnudeginum að við höfum tekið Bledmeer Faste aftur. Gott mál hugsa ég þar sem ég lem :P ehh, heala þar sem við berjust við trows í Spindelhalla. Eftir að lvl 35 hafði verið náð héldum við félagarnir í Indy í átt að Svasud Faste. Fyrsta farrými til Albion takk fyrir. Þar sem ég hafði nú farið í nokkrar raids áður, þá bjóst ég við nokkurn veginn því sama og venjulega.. slátrun. Ekki í þetta skipti þó. Fleiri fleiri manns voru samankomnir til að halda í átt að Albion og reyna að ná keep. Þegar allir voru tilbúnir þá var haldið af stað í áttina að Caer Benowyc, frontier keep í Albion. Engin mótstaða alla leiðina fyrir utan nokkra mobs í sjálfsmorðshugleiðinugum. Verðirnir voru pullaðir. Þeim eytt á systematískan hátt. Enginn defender hafði látið sjá sig ennþá. Hurðirnar brotnar niður, keepið stormað, öllum slátrað. Lordinn veitti feikna mótspyrnu og var “gaman” að sjá þegar fólk féll fyrir hans greinilega miklu bardagahæfileikum. En Lordinn féll, eins og allir þeir sem standa í vegi fyrir Midgardians. Fagnað var vel. Hinir dauðu voru færðir aftur til lífs. Enn sem komið var. Enginn Defender. Buffað var upp, og haldið í átt að næsta keep undir leiðsögn Bahzli. Allt gekk að óskum þar, verðir pullaðir og drepnir. Byrjað að berja hurðir. Þá poppa verðir. og öllum slátrað. hmmm. Albions þurfa greinilega ekki spilara til að verja realminn sinn?
Klukkan hefur verið circa 4 um þetta leyti, man ekki alveg tímasetningu. Á þessum tíma berst mér til eyrna að Albions séu í massífum raid feeling á “vini” okkar Hibernians. Man ekki hvað þeir voru með mörg fort í gær, en eru núna með eftirfarandi.
Dun Crimthainn: Albion
Dun Da Behnn: Albion
Dun Bolg: Albion
Dun Crauchon: Albion
4 fort tekin meðan Albarnar gláptu á einhvern silly fótboltaleik :)
Haldið var til Albion að “hjálpa” Hibbunum, en í raun attempt til að ná aftur relicunum okkar. Í rauninni veit ég ekki alveg hvað gerðist eftir þetta, því klukkan var orðinn 5 um nótt að íslenskum tíma. Ekki mikið eftir af íslendingum inná þá. Kannski kominn tími til að sofa þá fyrir okkur, en ekki fyrir kanann, og var víst barist langt fram eftir öllu. Verst að þurfa að mæta í vinnuna daginn eftir :)
Verð að segja að þetta var með skemmtilegri raidum sem ég hef farið í, mikið af góðu fólki þarna, Bahlzi, Gerbill, Hjortur og fleiri íslendingar sem ég man ekki í augnablikinu hvað heita.
Til allra þeirra sem tóku þátt í gær. GJ & GG :)
Haukur Thor <Independent>
Lvl 35 Healer
Pellinor - Midgard