DaoC - Berserker Þar sem Engel skrifaði þarna frábæra grein um spiritmastera þá ákvað ég að skila einni um reynslu mína af berserkjum.

Berserkers eru án efa eitt besta classið varðandi hand to hand damage. Þeir hafa enga sérgalda eins og Thane og Skalds en bæta það upp með dual wielding. Dual wielding skillið gerir Berserkjum kleift að halda á tveimur vopnum. Exi í þeirri vinstri og vopn að eigin vali í þeirri hægri. Þegar leikurinn kom fyrst út þá byggðist Left Axe skillið á Axe skillinu en því hefur verið breytt til að gefa Berserkjum möguleika á tilbreytingu milli spilara.

Berserkers eru oft mjög velmetnir í grúppum en oftast er litið á mann sem Tank eins og Warrior, sem er oftast mikill misskilningur. Berserkjar fórna mörgu til að geta gert sem mestan skaða á skömmum tíma. Þeir fá ekki Chain eins og allir hinir víkingarnir, einnig eru þeir mjög takmarkaðir í vali sínu þegar það kemur að skjöldum. Ég hef oft lent í því að vera main tanker og þannig séð er það alveg hægt en ég mæli ekki með því, þar sem healerinn á í miklu basli við að heala hann ef hann fær allt aggro frá fjólubláu kvikindi. Þeir sem hafa spilað EverQuest geta þannig séð kannski áttað sig á hvernig Berserker virka en þeir eru ekki ekkert rosalega ólíkir Rangers í EQ. Báðir geta dual wieldað og hvorugir eru gerðir sem tank týpur.

Hægt er að velja milli þriggja kynstofna(races) ef maður velur að vera berserker. Án efa eru Tröllin vinsælust en þar á eftir koma Norðmennirnir. Ég hef hingað til séð enga Dverga Berserkji. Tröllin eru sterkasti kynstofninn í leiknum og gefa sig vel sem berserkur. Tröllin geta ollið miklum skaða og einni hafa talsvert betra þol en norðmennirnir. Aftur á móti eru þeir hægari og ekki eins hittnir og norðmenn þar sem Quickness(hraði) og Dexteriy(fimi) eru talsvert lægri hjá tröllunum. Eigi get ég sagt mikið um dvergana þar sem ég hef engan hitt. Get samt trúað að þeir brúi bilið milli trölla og norðmanna, þrátt fyrir hæð sína.

Ég er byrjaður að sjá þó nokkra sem hunsa dual wielding hjá Berserkjunum sínum og láta þá frekar halda á tveggja handa vopni. Þeir segja að það fyrirkomulag sé ekkert verra en hið fyrra. Ég hef ekki prófað það en tölfræðilega séð finnst manni að dual wielding sé betra, þar sem eitt miss í 2-hand árás sé mikill missir miðað við að hitta ekki einu sinni með einu vopni í dual wielding. Dual wielding er hraðara og nær að mörgu leyti að bæta upp minni skaða sem það gerir miðað við 2 hand.

Lítum hérna á algengt dæmi sem fólk gefur:
2hand á x tíma nær að ráðast 3.
80 miss 84
dual wield á x tíma nær að ráðast 6-7
69 13 miss 15 72 16 65

Þetta er mjög algengt dæmi en mun samt ekki standa 100% við það þar sem ég hef ekki spilað 2 handed berserker.
Svo má líka bæta við að dual wielder á auðveldara með að halda aggro á sig ef þess þar en 2 hander.

Eitt skill er mjög mikilvægt fyrir berserkinn og það er parry. Þetta skill bætir að vissu leyti upp þann missi að hafa ekki betra armor eða skildi. base skillið á parry er 5% sem þýðir að maður nær að bægja frá sér 20 hverju höggi. Fyrir hvert spec point sem maður eyðir í þetta skill þá hækka líkurnar upp um 0.5% ýmindið ykkur að eyða 40 spec points í parry, þá hafið þið 25% líkur á að slá höggi sem þýðir að fjórða hvert högg nær ekki að hitta ykkur. Margir vanmeta þetta skill og borga oftast dýrlega fyrir það.

Dual wielding skillið virkar að mörgu leyti líkt parry. Base skillið byrjar í kringum 15-20%(man ekki rétta tölu) og hver púnktur bætir við 0.5% við það. Þessi prósenta er reiknuð skaða aðalvopnisins, þannig að ef þú gerir 60 í skaða með sverði þínu(eða exi) í hægri hönd, þá mun left axe skillið(með 10 púnkta) gera í kringum 14-15 í skaða. Mælt er með því að hafa left axe skillið og primary skill jafnhátt til að gera sem mestan skaða.

Hér ætla ég að bæta smá um abilities eins og Evade og Berserk.
Ég er ekki viss á þeim formúlum sem eru að baki þessara abilitia þar sem ég hugsa ekki mikið um þau. Evade hjálpar við vörnina í bardaga þar sem þú nærð að “evade-a” höggin af og til. Þetta ability er víst byggt á Dexterity eða Quickness og þar afleiðandi græða Norðmanna Berserkjar mikið á þessum samanborið við Tröllin.

Berserk ability er aftur á móti það sem gerir Berserkinn að því sem hann er (fyrir utan kannski dual wieldið) á 7 mínútna fresti geta berserkjar gengið berserks gangi og þar af leiðandi er hvert högg sem hann gerir critical hit. Mínusinn við þetta er að þú færð ekki séns á að Evade-a eða parry-a. Einnig breytist maður í bjarnarform sem gerir mann að augljósu targetti fyrir önnur realm.

Að lokum ætla ég að koma með nokkrar spec uppsetningu fyrir dual wielder og 2 hander.

Fyrir Dual Wieldera þá getur það verið mjög hagstætt að hafa eftifarandi:

Left Axe: 44
Primary weapon: 44
Parry: 44

Fyrir 2handera þá er þetta einnig mjög gott.

primary Weapon: 50
Parry: 50

Þetta er alla vega komið í bili. Ég vona að ég hafi farið yfir þá punkta sem fólk vildi kannski vita um þetta klass. Ef þið hafið einhverjar frekari spurningar þá endilega svara þessari grein og ég skal reyna að svara ykkur af minni bestu getu.
[------------------------------------]