Eitt af sérkennum WAR er RgR kerfið sem etur leikmönnum gegn hvort öðrum í þýðingarmiklum bardögum. Bardagar um yfirráð yfir svæðum ganga í gegnum allan leiking. Allir stuðla þeir að endinum sem er umsátur um eina af höfuðborgunum kynþáttana í leiknum.
Ef þú hefur ekki átt ánægjulega upplifun af því að keppa á móti öðrum leikmönnum eða ert nýliði þegar kemur að því ætti þessi grein að hjálpa. Við virðum fyrir okkur þá þætti sem RgR hefur, hvaða herkænsku þú getur notað til að halda þér á lífi lengur, og hverngi þú getur tekið þátt í heildar mynd bardagana.
Hvað er RgR?
Ríki gegn Ríki er einstætt form af leikjaspilun sem hefur einungis verið áður séð í Dark Age of Camelot. Mythic Entertainment heldur eftirfarandi fram í Almennum Spurningum (FAQ):
“Ríki gegn Ríki, eða RgR, er hugtak sem Mythic gerði að vörumerki þegar framleiðsla á Dark Age of Camelot átti sér stað. RgR eru liðaskiptir bardagar þar sem hver klíka vinnur með eða mót hvor öðrum að sameiginlegu markmiði. Leikmenn velja sér hlið með því að velja kynþátt. Síðan berjast þeir innan ákveðins svæðis og vinna að markmiðum settum af leiknum. Þar með talið eru Uppákomur (Scenarios), Virkis Umsátur (Keep Siege) og Borgar Umsátur (City Siege). Þetta þíðir að leikmenn þurfa aldrei að berjast einir þar sem þeir hafa ávalt her af samherjum á bakvið sig. Leikmenn geta valið að Stigmagnast (Level) innan RgR svæðis, eða vera öruggir og spila gegn tölvuni þar til þeir eru tilbúnir að takast á við raunverulegu bardagana.”
Þetta er nokkuð góð útskýring, mikilvægasti þátturinn er sá að þetta er ekki einvígis kerfi. Það er engin ávinningur af því að berjast einn og venjulega veldur það harkalegu óhagræði. Styrkurinn liggur í fjöldanum og er stórum hópum ýtt að ákveðnum svæðum. Þótt það séu Uppákomursem setja fjöldatakmarkanir þá eru það ekki litlir bardagar eins og 5 gegn 5. RgR eru algjörlega opnir bardagar og geta fræðilega séð innihaldið tugi manns.
Hvaða Hag Hef ég af RgR?
Ef við lítum fram hjá því að RgR er einn af hornsteinum leiksins og eini tilgangur tilveru þinnar innan hans er að taka þátt, lítum þá á hvað RgR getur gert fyrir þig. Fyrst af öllu er Orðstýrðs Búnaðurinn (Renown Gear) sem verður tiltækur þegar þú hefur náð réttri Tign(Rank). Orðstýrðs kaupmenn eru staðsettir um allt landið sem gera leikmönnum kleift að nálgast búnað, gegn óverulegu gjaldi, sem ekki er hægt að nálgast annarstaðar. Gefið er að í byrjun hefur þú aðgang að svipuðum búnaði í gegnum Raunir (Quest) en stigamörkin eru hærri. Orðstýrðs Búnaðurinn er alltaf á boðstólnum fyrr svo það er auðvitað sú hvatning.
Mikilvægt er að muna að þú munt hafa 80 Orðstýrðs Stig (Renown Rank) sem þýðir að venjulegur búnaður mun bara koma þér svo langt. Mythic hefur sagt að besti búnaðurinn verður alltaf aðgengilegur í gegnum RgR og þótt þeir gefi leikmönnum ekki yfirgnæfandi yfirburði þá áttu eftir að taka eftir því. Ef það er ekki nóg? Þá verða allir svölu gaurarnir að því.
Hvernig Vinnur mín Hlið?
Enginn hefur gaman af því að Streða(Grind) og WAR hefur æðsta takmark í RgR fyrir báðar hliðar sem ætti að létta þér undan því. Umsátur um höfuðborgir er endastöðin (End Game) sem þarfnast hrinu sigra í gegnum hin mismunandi StigaSvæði (Tier zones). Sjaldgæft því þetta krefst samræmdra árása sem gætu tekið vikur að fá lokið en skaffar ótvíræðan rétt til að gorta fyrir sigurvegaran.
Hvað getur þú gert? Það eru tvær leiðir sem þú getur farið til að hjálpa svo snemma sem Stig 2 eða 3. Fyrsta er að taka Vígvallar Markmið, á vígvöllum hinna ýmsu StigaSvæða. Þau eru greinilega merkt inn á kortið en eru venjulega nálægt herbúðum. Ef öll Vígvallar Markmiðin nást tekur þín hlið kortið, og fær með því góðan kaupauka í Orðstýr. Hin leiðin er að taka þátt í Uppákomum sem eru snöggir 5-10 mín bardagar innan Tilviks(Instance) og hægt er að stökkva inn á þá hvaðan sem er með því að ýta á tákn við hlið smá kortsins í efra hægra horninu.
StigaSvæði 2 krefst þess að leggja umsátur um virki til þess að ná því svæði.
Hlutlaus virki hafa engar varnir aðrar en auma óvinveitta Tölvukalla sem verja virkið og endar sá bardagi með kappi við virkis foringjan.
Hvaða stóri hópur getur fljót brotið niður hurðina og hreinsað virkið án mikilar viðhafnar.
Hertekið hinsvegar er það erfiðara verk þegar umsáturs græjur birtast sem geta étið sig í gegnum hóp af óvinum.