Yfirlit:
Töfralæknirin sýnir guðinum Gork virðingu með því að skaða andstæðinga sína með göldrum. Hann heiðrar guðin Mork í gegnum græðingar og stuðnings galdra.
Varfærið jafnvægi milli þeirra tveggja er það sem einkennir og takmarkar Töfralækninn.
Til að sýna sitt besta verður hann að finna jafnvægi á milli þeirra og gutla við báðar tegundir galdra, sem þýðir að hann verður aldrei bestur í öðru hvoru.
Útkoman er fjölhæfur bardagamaður sem getur aðlagað herkænsku sína að aðstæðum til þess að valda sem mestum usla og gauragangi.
Styrkleikar:
Hæfni til þess að skitpa á milli Skaða á Sekondu (SáS) og græðandi galdra.
Mjög eftirsóttur í Ríki gegn Ríki(RgR).
Fagleg fjölverkavinnsla er umbunað af leikja kerfinu.
Veikleikar:
Mjög lítil vörn og heilsa.
Auðvelt skotmark í RgR.
Ófagleg spilun leiðir af sér verulega hnignun í árangri.
Yfirlit yfir Töfralækninn
Klíka: Tortíming
Kynþáttur: Goblin
Rulla: Græðari / langdræg SáS
Brynklæði: Létt (hempur)
Grundvallar vopn: Stafur
Grundvallar eiginleikar: Viljastyrkur (Willpower), Greind (Intelligence)
Að spila á móti tölvuni.
Töfralæknar eru velkomnir í hvern hóp vegna fjölhæfni þeirra. Þeir geta skaffað auka græðinguna til þess að halda tosaranum (Tank) á lífi þegar aðal græðaranum er ofaukið.
Einnig geta þeir valdið auka skaðanum til þess að sigrast á andstæðingnum þegar aðrir græðarar væru ekki eins árangursríkir.
Snillivegir Töfralæknisins (Mastery Paths)
Að ganga á vegum Gork (skaði) magnar verulega græðingarmátt líka.
Hinsvegar að ganga veg Mork (græðingar) getur verið lyftistöng fyrir skaðlega galdra.
Vegur hins Græna fer millivegin á milli hinna tveggja.
Yfirlit RgR
Hlutverk Töfralæknisins í RgR er að valda eins miklum usla og möglulegt er. Töfralæknirinn getur hrint aftur seiglu (toughness) á Tosara reglumanna svo þeir falli fyrr.
Hann getur stolið vitsmunum frá galdramönnum reglunar til þess að minka eyðingarmátt þeirra og á sama tíma aukið sinn eiginn.
Hann getur gefið öðrum græðurum hjálparhönd og pirrað andstæðinginn. Auk þessa getur hann hjálpað að drepa fjendur með frumgöldrum sínum.
Töfralæknar ættu að vera uppteknustu leikmennirnir í bardaga, blanda saman stuðning göldrum, skaða og græðandi göldrum.
Mikilvægast er að halda sig fyrir aftan víglínuna og vera algjörlega óþolandi.
Þýtt frá Ten Ton Hammer.