Warhammer Online : Age of Reckoning (WAR) er nýjast leikur Mythic Entertanement sem eru þekktastir fyrir Dark Age of Camelot. WAR byggist á Warhammer spilinu frá Game’s Workshop.
Warhammer Online er MMORPG leikur (Massive-multiplayer online roleplaying game) og kemur út 18. September.
Leikurinn er að mestu player vs. player leikur en einnig er hægt að questa einn og gera ýmsa skemmtilega hluti svosem fara í instances og slíkt.
Það eru 40 level í leiknum og það ætti ekki að taka mjög langan tíma að komast á lvl 40, en í gegnum allt leveling processið muntu vera að gera ákvarðanir sem hafa áhrif á hvernig þú spilar characterinn þinn.
Það eru 6 kynþættir sem er hægt að velja og þeim er skipt í 2 hópa, Order og Destruction.
Hérna er listi yfir alla kynþættina og classana sem þeir geta verið.
Order:
Dwarves : Þeirra eitt sinn mjög volduga veldi, Karak Ankor, liggur nú í rústum og dvergarnir vilja ekki viðurkenna það að veldi þeirra er að hverfa. Dvergar geta verið Ironbreaker sem er tanking class, Runepriest sem getur gefið mjög góð buffs en einnig gert mikið damage og getur verið healer, dvergar geta líka verið Engineer sem er ranged damage dealer með mjög góðar AoE árásir.
Empire : Þetta eru mennskir ættingjar Sigmars sem sameinaði heri manna og dverga í “Battle of Black Fire Pass”. Empire geta verið Bright Wizard sem er magick damage dealer sem notar aðalega eld árásir, Warrior Priest sem er melee damage dealer sem gefur liðsfélögum sínum öflug buff þegar þeir eru að berjast, Empire geta einnig verið Witch Hunter sem er annaðhvort melee eða ranged damage dealer.
High Elves : Álfarnir eru mjög gamall kynþáttur með sögu sem spannar árþúsundir, þeir eiga stórkostlegar borgir og voru fyrstir til að hefja skipulagða vörn gegn Destruction sem voru að ráðast á þá og þá myndaðist það stríð sem leikurinn snýst að mesti í kringum. High Elves geta verið Swordmaster sem notar sverð og er damage dealing eða tanking class, það er einnig Archmage sem getur annaðhvort notað damage galdra eða healing galdra en ef hann notar meira af öðrum veður hinn aumari, þannig hann getur ekki verið að gera damage á óvini í soldinn tíma og svo farið að heala, High elves geta líka verið Shadow Warrior melee damage class sem getur gert mjög mikið damage, seinasti classinn sem High Elves geta verið er svo White Lion en hann er melle damage class sem notar ljón til að aðstoða sig.
Destruction :
Greenskins : Greenskins skiptast í 2 flokka, Orc sem eru stórir, ljótir og heimskir og Goblins sem eru litlir ljótir og klárir. Þeir geta verið Black orc sem er orc og hann er tanking class, svo er það Shaman sem er Goblin class og er annaðhvort damage dealer eða healer, svo er það Squig Herder sem er líka Goblin class og hann notar pet sem tekur athygli óvinarins á meðan hann sjálfur drepur hann með ýmsum árásum.
Chaos menn : Þetta eru menn sem trúa á Chaos guðina en þeir taka mikinn þátt í lífum Chaos mannana. Þeir geta verið Chosen sem er tanking class, Magus sem er spell damage dealer svo er það Zealot sem buffar félaga sína og gerir einnig ágætis damage, svo síðast en ekki síst er það Marauder en hann er eingöngu melee damage dealer.
Dark Elves : Þeir urðu til eftir að álfarnir fóru í borgarstríð og styðja Destruction. Þeir geta verið Witch Elf sem er melee dps class og er svipaður og Rogue í WoW, Þeir geta líka verið Disciple of Khan notar blóð óvina sinna til að gera öflugar árásir, og að lokum er það Sorceress sem er spell dps class.
Realm vs. Realm er einn af helstu nýju hlutunum sem WAR býður uppá en í því maður með hinum á þeirri realm sem hann er á til að ná ákveðnum markmiðum og fær ýmis verðlaun í staðinn.
Ég mæli svo með því að þið lesið meira um leikinn á www.warhammeronline.com