Ég var bara að litast um í kastalanum sem varðveitir hliðið út í hin mikla Yggdra skóg, og ákvað að ganga aðeins inn í hann. Er ég gekk sá ég á vegi mínum stríðsmann að nafni Halvdan að drepa skrímsli og sá ég að hann var mjög reyndur stríðsmaður. Miklu reyndari en ég að minnsta kosti. Ég fylgdist með bardaga hans við snjómann og hafði Halvdan betur með yfirburðum. Hann settist niður til hvíldar og á meðan leit ég yfir svæðið. Sá ég þá að bakvíð tré í fjarska leyndist einhver. Horfði ég betur og sá að viðkomandi var frá Albion! Sá ég að hann var þónokkuð reyndari en ég en ekki reyndari en Halvdan. Sagði ég Halvdani frá þessu og þustum við í átt að trénu. En sá sem ég hafði séð var horfinn og annar að nafni Firbolg var kominn í staðinn! Réðumst við tveir á hann en Firbolg hljóp í burtu og tókst að stinga okkur af. Leituðum við lengi vel að honum en fundum bara gröf þanns er ég hafði séð fyrst. Loks gáfumst við upp á leitinni og skildi ég við Halvdan og hélt hann áfram að drepa nokkur skrímsli. Hélt ég til baka að YggdraHliðs kastalanum og tyllti mér niður á jörðina fyrir framan Norðurhliðið sem leiddi út í Yggdra skóg. Eftir nokkra stund sá ég Halvdan koma inn í kastalann en inn um Suðurhliðið! Sagði hann mér af því að Firbolg hafði ráðist á hann rétt eftir að hann hafði verið að berjast við skrímsli og þá enn verið svolítið þreyttur og hafði Firbolg náð að drepa Halvdan! En fyrir gæsku guðanna hafði hann verið endulífgaður og færður til Huginfel. Hópuðumst við tveir saman og þustum út í skóginn til að reyna að finna þrjótinn, en var hann enn á ný horfinn. Hugsuðum við nokkra stund þar til einn snjópúki réðst á mig. Drápum við hann fljótlega en var hann nokkuð erfiður fyrir mig einan og hefði farið verr ef Halvdan hefði ekki verið hjá til að hjálpa mér. En einmitt þegar snjópúkinn féll niður dauður, birtist Firebolg á milli okkar og réðst á mig! Hafði hann verið falinn svo við sæjum hann ekki. Varði ég mig og réðst til baka meðan Halvdan sló hann aftan að með vopni sínu. Leit bardaginn út fyrir að enda með mér dauðum en Firebolg hafði engan möguleika á að standa einn eftir. Var ég alveg að deyja þegar Firebolg loks féll niðurlotinn, látinn niður. Þreyttur settist ég niður til að jafna mig og sat þar til í fullu fjöri aftur. Héldum við tilbaka, ég ánægður með mína fyrstu reynslu í að verja Midgard og Halvdan ánægður með að fá sína hefnd.
Skildumst við á ný og fórum hvor okkar leið.
Var þessi lífsreynsla með mestu skemmtileg og hlakka ég til að fara í alvöru herferðir með félögum mínum úr Midgard.
Takk fyrir.
(Pellinor)