Ég alla bara að skella upp nokkrum áhugaverðum leikjum sem munu koma út á næstunni eða eftir 1 eða 2 ár.
Árið fyrri part 2002 kemur út leikurinn Shadowbane. Þetta er þjóðsagnaheimur með fullt fullt af hlutum til að gera. Það er hægt að vera leigumorðingi, stríðsmaður, þjófur og margt margt fleirra. Slóð: shadowbane.ubisoft.com
Eftir eitthvern tíma (fann ekki release date) kemur út leikurinn Starwarsgalaxies. Þetta er eitthver stærsti Star Wars leikur sem ég hef lesið eða heyrt um. Náttúrulega er þetta massmultyplayer leikur. Þú ert bara eitthver gaur á plánetu (margar plánetur) og getur verið t.d. hausaveiðari, jedi, búðareigandi og margt fleirra.
Það er fullt af skillum sem er hægt að læra s.s. búa til geislasverð. Slóð: www.starwarsgalaxies.com
Einnig eftir eitthvern tíma (ekki alveg viss, held að margt sé að breytast þar svo ekki alveg viss um hvort að það sé fastur release date eða ekki) kemur út leikurinn Horizons. Það sem ég hef lesið af honum er bara flott. Fullt fullt af flottum körlum sem hægt er að vera og jafnvel til mál og galdrar sem er mjög erfitt fyrir fólk af öðrum bálk að skilja og nota.
Ekki alveg viss á slóð en hægt að nota:
www.rpgplanet.com og velja HORIZONS.