Datt í hug að minnast á þennan online leik þar sem hann er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Þann 8. júní næstkomandi þá verð ég búinn að spila City of Heroes / City of Villains í 36 mánuði (reyndar Villains í styttri tíma þar sem hann koma seinna út) og mér finnst hann mjög góður.
Það kostar um 2600 kall fyrir 3 mánaða plan (man ekki hvað það kostar fyrir 1 mánuð).
Það er hægt að ná í loaderinn frá:
US - ftp://client.coh.com/US/CohUpdater.zip
EU - ftp://client.coh.com/EU/CohUpdater.EU.zip
ATH! Það er ekki hægt að komast lengra en login nema maður er með áskrift.
Það er hægt að kaupa leikinn á netinu af síðunni:
http://www.plaync.com
Ég mæli með City of Heroes Good vs Evil edition þar sem bæði Heroes og Villains eru í þeim pakka, kostar örlítið meira en bara Heroes eða Villains en samt minna heldur en að kaupa þá í sitthvoru lagi.
Ef þú átt bæði Heroes og Villains þá hefuru aðgang að player made instances eða Super Group Base, en ef þú átt bara Heroes þá hefuru ekki aðgang að svoleiðis, ef þú átt bara Villains hinsvegar þá hefuru aðgang að þvi.
Ef þú átt bara bæði Heroes og Villains þá geturu haft 12 kalla á hverjum server og blöndu af Heroes og Villains, annars hefuru bara 8 slot og getur bara haft annað hvort.
Með því að hafa áskrift í X langan tíma þá fær maður svokölluð veteran rewards og eru þau reiknuð á þriggja mánaða fresti, t.d. eftir 3 mánuði fær maður rykfrakka sem option og eftir 12 fær maður vængi, nánar um Veteran Rewards hér:
http://www.cityofheroes.com/community/veteranrewards.html
Þar sem ég er að spila á US servers þá mæli ég með þeim.
Á euro útgáfunni eru 2 enskir, 1 þýskur og 1 franskur server og það er hægt að búast við miklu álagi þar.