Runescape Jæja,Hinn umtalaði leikur Runescape hefur oft verið á manna vörum einfaldlega út af rifrildi.
Ég ættla að setja upp smá grein um leikinn sem smá kynningu.

Leikurinn Runescape var kominn í gagnið árið 1999. Leikurinn Hefur áorkað miklu og hann stækkar dag frá degi. Leikinn spila yfir nokkur milljón manns og er þessi leikur mjög umtalaður og hafa flestir heirt af honum. Leikurinn er vinsælastur á meðal 10-14 ára barna og unglinga en það eru samt mjög margir unglingar sem halda áfram að spila leikinn því þeir sjá eitthvað í leiknum sem er til staðar. Svo eru mjög margir, ótrúlegt en satt, mjög margir fullorðnir spilarar í þessum leik. Ég veit það því ég hef komist í kynni við nokkra í leiknum, og ég spila leikinn sjálfur því annars væri ég ekki að standa í þessu.

Leikurinn byrjar á því að þú gerir nýjan account. Það getur þú gert á www.runescape.com, það er síðan þar sem þú ferð til að spila leikinn. Þú ferð í gegnum stutta æfingu og þér er sýnt allt það helsta sem þarf að kunna til að byrja leikinn. Þegar Þú hefur lokið þjálfuninni ferðu sjálfkrafa til Lumberbridge. Þegar þangað er komið vita menn oftast ekki hvað á að gera, en sumir fara að skoða allt í kringum þá, og gera ímislega hluti. Ég get gefið hint hérna fyrir ykkur sem langar að prófa leikinn. Sko, það er eitt item sem er hreint ekki sjalgjæft og ekki erftitt að ná í það, en það fæst ágætur peningur út úr því. Þú byrjar úti hjá Lumberbridge castle. Farðu í austur og yfir brúnna, þar sem þú kemur að gatnamótum, þá ferðu í norður. Fylgdu veginum í smá stund þar til þú kemur að kúm ( cow). Þú ferð til þeirra og þú ættir að sjá cowhides liggjandi á jörðinni. Cows dropa þeim þegar þær deyja og þú getur selt þau á 100GP hvert stykki. Það er mjög gott miðað við að þú ert að byrja, meira að segja mjög gott. Allavega, pickaðu þau upp ef þau eru á jörðinni, ef þau eru það ekki þá skaltu skipta um world og finna world þar sem mikið er af þeim á jörðinni. Þegar þú hefur fengið helling farðu þá aftur í Lumberbridge castle og farðu á efstu hæðina, þar er bankinn þinn ( einn af mörgum). Settu allt í bankann. Gerðu þetta aftur og aftur þangað til þú ert kominn með 100 cowhides, það er ekki erfitt að redda því. Þegar því er lokið skaltu fara í bankann, íta á að þú viljir fá hlutina, cowhidein í NOTE, semsagt í hálfgerði ávísun, og þá ertu með 100 cowhides í inventorinu, en þau eru á blaði þá en hafðu engar áhyggjur, það á að vera þannig og ef maður fer í banka og tekur aftur út venjulega er það venjulegt. Næst, taktu einning 10 gull með þér og farðu yfir brúna sem er úti rétt hjá Lumberbridge castle. Þar ferðu yfir að gate, þar sem þú þarft að borga 10 gull í toll fyrir að fá að fara í gegn. Þú gerir það og ferð í suður, þar til þú kemur að byggð, syðst í byggðinni er banki, farðu í mjög low worlds, eins og t.d. 1,3,4,5,7 og svo framveigis. Þá ertu í góðum málum, því playerar kaupa mörg cowhides á 100 gull stykkið! Sem þíðir að þú getur fengið 10.000 gull (10k) fyrir 100 cowhiden þín! 10k er mjög gott fyrir svona low lvl account, og reyndar er þetta góð peningaaðferð fyrir flest lvl. Allavega, playerar sem segja t.d. “buying all cowhides 100 ea” eða þannig, þú smellir á þá þannig að valmöguleikar koma upp, og þú gerir “trade”,þá kemur skiptiborð, þú setur inn 100 cowhidin þín, og þú biður eftir að hinn spilarinn setji inn 10.000 gull. Þá ýtir þú á Accept, og síðan aftur accept. Þá hefur þú í höndunum 10.000 gull. Til hamingju. Nú, þú getur núna keipt þér Armour og weapon. Það besta sem spilarar með attack lvl 1 og defence lvl 1 er Iron armour og weapon. Þú getur farið í búðir víðs vegar um runescape og keipt það en það er best að kaupa það hjá playerum með því að “trade” við þá, en þú verður að auglýsa á staðnum að þú sért að kaupa það, og svo muntu sjálfsagt borga sirka 500 gp-2000 gp fyrir full iron set og weapon, sem er þá iron full helm, iron platebody, iron platelegs, iron kite shield, og iron scimmy, iron scimmyinn getur þú keypt í búð sem er rétt hjá áðurnefndum banka. Þegar þú hefur keypt allt sem þú þarft er gott að veiða fiska og elda þá, það er hægt að veiða suður af bankanum ( þessi banki er Al-kharid bank ) og þú þarft net til þess sem þú átt að eiga síðan í þjálfuninni. Síðan getur þú cookað/eldað þá rétt hjá bankanum. Þá skaltu taka til armourinn, matinn og allt sem þú þarft og fara til cow/ kúnna því þær eru bestu monsterin til að byrja að traina á. Og svo eru Goblins sem eru rétt hjá kúnum líka góð aðeins lengra meir Þetta var byrjunar hjálp. Nú kemur smá skill help fyrir ykkur.

Helstu skillin:

Combat lvl:

Kemur sjálfkrafa þegar þú trainar öll combat skillin, sem eru attack,strength,defence,range,prayer og magic, svo er líka hitpoint en það trainast líka sjálfkrafa með því að traina hin skillin.

Attack, strength og defence:

Þessi skill eru þau skill sem þú skalt byrja á að traina hjá kúnum, þegar þú attackar monster færð þú expirience fyrir að drepa þau og þau safnast saman og þú færð level, það er alltaf erfiðara að traina því maður þarf alltaf meiri exp til að ná lvl inu. Þú ferð í attack styles og sérð og stillir hvað þú villt traina í senn, þegar þú bendir á mismunandi styles þá kemur í sviga hvað þú trainar við að nota það. Attack, strength og defence eru melee skill sem þíðir að þú berst með sverðum og þannig kyns vopnum. Þeim mun betri lvl sem þú færð, þeim mun betri vopn getur þú notað. Það eru áhveðnir málmar í leiknum og hérna er röðin á þeim til að sína þér hvaða level þú þarft til að geta notað áhveðnar vopn og brynjur.

Bronze-þú þarft lvl 1 í attack og defence til að geta notað þennan málm.
Iron- þú þarft lvl 1 í attack og defence til að geta notað þennan málm.
Steel- þú þarft lvl 5 í attack og defence til að geta notað þennan málm.
Black- þú þarft lvl 10 í attack og defence til að geta notað þennan málm.
Mithril- þú þarft lvl 20 í attack og defence til að geta notað þennan málm.
Adamant- þú þarft lvl 30 í attack og defence til að geta notað þennan málm.
Runite- þú þarft lvl 40 í attack og defence til að geta notað þennan málm.
Member-Dragon- þú þarft lvl 60 í attack og defence til að geta notað þennan málm.

Síðan eru nokkrir fleiri hlutir sem tengjast þessu ekki en þarf samt lvl til að nota, það er oftast member items sem ég segi frá á eftir. Til dæmis þarf attack lvl 70 til að geta notað abyssal whip sem er ein af vinsælustu vopnunum í leiknum.


Range:

Til að traina range þá þarft þú boga og arrows. Þeim mun betra range lvl sem þú færð þeim mun betri range armour, arrows og boga getur þú notað. Til að traina range þá setur þú örvar í þig með því að klikka á þær, og svo wieldar þú bogann þinn. Svo attackar þú monster á sama hátt og með því að nota attack, str og def en stundum er gott að fela sig bak við hluti til að nota range því þá getur maður attackað monsterin en þau ekki þig, en þetta er ekki alltaf hægt.MUNA! ef þú hefur ekki mikið efni á örvum skaltu alltaf picka þær upp af jörðinni eftir að monsterið er dautt því aðrir playerar/spilarar geta líka séð örvarnar eftir að þær hafa verið á jörðinni í sirka 1-2 mínútur. En sumar hverfa alltaf þegar þú skítur þeim í monsterin.




Magic:

Magic er líklega eitt af þeim skillum sem kostar mest að traina. En, það er best að ná í air staff til að traina þetta skill. Hann má kaupa í staff shop sem er í varrock, einnig má kaupa aðra elemental stafi þar. Þú lærir víst að nota mage í þjálfuninni í byrjun svo þú kannt þetta, en það er þannig að hver galdur kostar áhveðið margar rúnir, sem þú hefur í inventorinu. Þú notar spell bókina þína sem er í stillingunum til að sjá hvaða galdra og hvað þeir þurfa til að geta verið gerðir. Mundu bara að þetta skill kostar mikið en það er samt hálf nauðsynlegt að traina þetta en maður kemst í þjálfun við að gera þetta eins og allt annað.

Hitpoint:

það er lífið þitt, og þú þarft að fá mat til að hækka það þegar það fer að lækka í bardögum. Mundu bara, ef það fer í 0 þá ertu DAUÐUR og missir flest allt sem þú ert með. Hitpoint trainst sjálfkrafa þegar þú trainar attack,strength, defence, range,magic og Öll combat skillin.

Prayer:

Prayer trainast með því að grafa bein sem nást af monsterum. Alltaf þegar þú drepur monster skalltu grafa beinin af þeim, þá færðu prayer exp. Prayer er gott því það getur hækkað strengthið þitt og margt fleira í óáhveðinn tíma og hjálpað manni mjög mikið. Prayerið lækkar svo þegar verið er að nota það, en maður getur hækkað það aftur með því að praya við altar sem eru víðs vegar um runescape.

Nokkur önnur skill.

Woddcutting, þú reddar þér axe, exi og ferð að cutta tré. Þeim mun Meira lvl sem þú færð þeim mun hraðar ertu að cutta og þá getur þú cuttað betri tré. Svo getur þú reddað tinderbox og trainað Firemaking með því að kveikja í trjánum sem þú heggur. En svo getur þú líka selt logsana, trén sem þú cuttar. Mining er svo skill sem þú gerir með því að útvega þér pickaxe og þú ferð að mina ores, menn birja á tin og copper fyrst, þá getur þú smeltað það í furnace og búið til Bar, en þá trainar þú líka Smithing sem er skill til að vera járnsmiður. Svo má nota bars-in á anvil, steðja og þá getur þú búið til armour og vopn, en til þes þarf hammer( hamar), og er hann auðfenginn. Fishing er skill þar sem þú útvegar veiðifæri, hægt að kaupa í búð í port sarim, svo ferð þú að veiða með neti til að byrja með, suður sf Al-kharid bank er góður staður til að byrja að traina fishing, svo þeim mun betra fishing lvl, þeim mun betri fiska getur þú veitt og þeim mun hraðar veiðir þú. Svo getur þú cookað fiskana og þá eru þeir tilbúnir til átu. Þegar þú gerir það færðu cooking exp, en oft brenna fiskar og það er bara almennur fylgifiskur, en þeim mun betra lvl sem þú færð þá getur þú eldað betri fiska og hraðar. Svo er runecrafting, þú getur notað mining lvl þitt og minað essences, eftir að hafa gert eitt létt quest, þá getur þú minað þau, keipt t.d. air talisman og farið til Falador með 1 air talisman og 27 normal essences. Suður af falador er air altar, þú usar air talisman á altarið og ú ferð á stað þar sem hringborð úr steini er, þegar þú ert kominn þangað þá usar þú rune essenceunum á það og út koma air runes! Svo færðu exp fyrir þetta og getur svo gert betri rúnir með tímanum, og jafnvel fleiri. Runecrafting er gott skill fyrir þá sem vilja fá smá pening og fyrir þá sem vilja traina magic.




Málfar:

Hérna er smá málfar fyrir ykkur sem eru að byrja:

Att: attack
Str: strengt
Def: defence
Cb: combat lvl
Hp: hitpoint
Lol: laught out lout, er í raun bara hlátur.
Rofl: Rolling on floor laugthing, er bara á gólfini skellihlæjandi.
Noob: gaur sem kann ekkert í einhverju og er lélegur, allir byrja þannig.
Mage: magic
Pure: gaur sem trainar engöngu eitt eða tvö combat skill,EKKI FARA MEÐ ÞEIM Í WILDY!
Qp: questpoint
F2p: free to play
P2p: pay to pay

Svo er alltaf meira sem maður lærir með tímanum.


Quest:

Quest eru hálfgerð mission, og eru mission, maður fær rewards fyrir þau og þau eru miserfið. Gott er að fara á www.runehq.com og í quest help, það er alveg traust síða og það er gott að fá quest help þar, en á þeirr síðu er einnig meiri hjálp á ensku, og þar getur maður séð hvað price er á itemum, en EKKI TREYSTA ÞEIM 100%, spurðu alltaf fleiri playera first, því það er erfitt að updatea allt verð því það breytist svo vertu alltaf viss um hvað verð er í itemum áður en þú kaupir þau, en þetta kemur questum ekkert við. Quest eru skemmtileg og kenna manni stundum á leikinn.

Markmið:

Aðað markmiðið með leiknum er að græða pening, verða góður í skillum, eignast vini, læra ensku og gleyma sér klukkutímum saman án þess að leiðast.

Kostir og gallar.

Kostir: 100% ókeypis nema internetið, og nema fyrir þá sem eru memberar, sem ég segi frá á eftir. Hann er frekar stór, maður lærir ensku vel, maður eignast vini og maður lærir margt og skemmtir sér um leið. Leikurinn er frekar vel gerður og alveg þess virði að menn missi sig í honum.

Gallar: Grafíkin er frekar léleg í leiknum, það er samt verið að bæta hana aðeins, og stýriforritið getur stundum verið pirrandi.

Þrátt fyrir lélega grafík þá er leikurinn vel gerður, maður getur spilað án óþæginda og hann er einfaldlega vel gerður, eftir að hafa spilað hann í dágóðan tíma sér maður það sjálfur, gefðu leiknum tækifæri og prófaðu hann í svolítið langan tíma og þú munt sjá. Ég vitna í orð vinar míns: “I like Runescape.. so I play it:P Gæðin skifta ekki máli fyrir mig.. Heldur innihaldið og það sem hann hefur uppá að bjóða!”

Membership!!!:

Hvað er member? Nú, ef þú verður member sem kostar aðeins 5 dollara á mánuði getur þú orðið member og þá mun allt breytast! Ekki er ráðlegt að verða member fyrr en um combat lvl 60 því þá hefur maður komist í gegnum flest allt frítt-spilara dæmið. Og þá hefur maður séð hvernig leikurinn er. Allavega, þegar maður verður member getur maður gert allavega 10x meiri hluti en þegar maður spilaði frítt. Maður getur gert miklu feliri quest, farið á miklu fleiri staði, notað miklu fleiri hluti, t.d. armour og weapon, og það er miklu léttara að fá money! Ég persónulega hef verið member í meira en 1 ár og sé ekki eftir því. Þetta er allt annað líf. Memberum er kleift að gera miklu meira heldur en hinum.

Wildernes:

Bara fyrir pures, og high lvl gaura sem vita hvað þeir eru að gera. Maður lærir á wildy en það er staður þar sem aðrir spilarar geta drepið aðra án miskunar! Svo passið ykkur.


Og núna, tja, þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að segja. Ég á accout í combat lvl 95, hef spilað í nokkur ár og kann mjög vel á runescape. Hafið samband og svarið mér hér eða hvað sem þið viljið og spurjið. Ég er fús til að eyða tíma mínum í að hjálpa ykkur, sem dæmi tók sirka 3-4 klukkutíma að gera þessa grein…

Gefið leiknum séns, hann á það skilið.

Ég tek öll comment en skítköst verða kærð til stjórnanda. Og munið! Talið af reynslu ekki útliti!