Ég er á Veeshan serverinum og finnst EQ samfélagið þar hafa farið frekar mikið niðurávið auk þess sem ýmsir “buggar” eru enn til staðar eins og þegar ég byrjaði fyrir 1 og hálfu ári.
Undanfarið hef ég tekið eftir því hvað lítið er um að fólk grouppi. Það virðist eins og allt gangi útá að líta vel út, vera í stóru guildi , vera twink og níðast á newbies.
Ég hef sjálfur mjög gaman af þessum leik en það virðist vera svo að það sem er AÐ honum mun ekkert lagast víst það er ekki búið að því núna.
Þeir sem eru post 50 geta ekki soloað(flestir classar) og erfitt er að fá groups fyrir flesta(undantaldir eru bard/clr/war/enc).
Enn þann dag í dag eru margir af skemmtilegustu spilurunum sem ég hef verið með newbies, þeir eru bara hafa gaman af þessu á meðan mjög margir aðrir hugsa armor/xp/monta sig.
Auk þess þá virkar fjárhagurinn í EQ ekki vel. Staðreyndin er sú að þeir sem eru ríkir verða ríkari og enginn þarf eitt né neitt frá þeim sem eru nýjir í leikinn ,, warrens er að leysa þetta að einhverju leyti en samt sem áður þá er verið að skera virkilega af tilganginum að verða hærra lvl ef maður fær þá engin loots.
Hvernig væri nú að prufa láta 10 items eða svo á random loot af hvaða monsteri sem er , þurfa ekki að vera dýr item , kannski vera virði 50pp en þetta myndi koma sér vel fyrir þá sem eru lærra lvl vegna þess að þeir drepa hraðar og fá þá meirihlutann af þessum random loots heldur en hærra lvl og þarmeð þá er búið að laga góðan hluta fjárhagsins.
Síðan er það soldið skrítið hvernig leikurinn á víst að vera balancaður.
Þess ber að geta að warrior fær riposte á lvl 25
Orc warrior fær riposte á lvl 15.
Ég var með lvl 15 bard að berjast við orc priest.
Ég hitti mest fyrir 25dmg
Hann hitti mig mest fyrir 32dmg
Auk þess getur hann kastað í það minnsta 5x 76dmg galdri - 3x 80heal á sjálfan sig.
Hann slær jafn hratt og ég og ég er með Lath Drinor 12/23 að syngja jonathans whistling warsong sem er 25% haste.
Þetta kalla ég ekki balancing og mér er sama þó hann sé caster , ef ég væri caster þá hefði hann meira mana / meira líf og getur slegið frá sér eins og warrior.
Auk þess sem goblins og fleiri geta t.d. backstabbað með höndunum á sér, orcs geta bashað með höndunum á sér.
Ef goblin backstabbar þig fyrir gott dmg þá hlýtur hann að vera með ágætisvopn , hvernig væri þá að láta hann hafa ágætisvopn þannig að þú fáir nú eitthvað að minnsta kosti fyrir þetta ósanngirni. Ef orcs vilja basha láta þá hafa þá skjöld svo við getum það líka , náttúrulega eftir að við erum búnir að loota corpsið.
En samt sem áður er þessi leikur brill og ekkert nema góður. En ef þeir bæta hann meira þá verður hann bara þvíum betri og fleiri koma spila hann og meira gaman þar af leiðandi. Kannski eru aðrir með góðar hugmyndir um hvernig skildi bæta leikinn ?