Sælir Everquestarar og aðrir gestir,

Eins og menn hafa eflaust tekið eftir, þá er frekar rólegt hjá okkur hér inni á EQ. Það var mikið fjör í byrjun og fengum við mjög heita umræðu um ágæti EQ og UO ;), en staðan í dag er ca. 2 greinar á mánuði.

Þetta er svosem skiljanlegt afhverju staðan er svona, því hver nennir að skrifa grein um ekki neitt þegar maður getur allt eins nýtt tíman í það að spila EQ. Ég persónulega ætlaði að vera mjög aktívur í að skrifa greinar, en eins og sjá má þá hefur það ekki gengið eftir.

Núna er ég með hugmynd að smá breytingu hér, sem ég ætla að koma á framfæri til vefstjóra Huga.
Ég legg til að Everquest falli niður sem áhugamál, en í staðinn fáum við áhugamálið MMORPGs (Massive Multiplaying Online Role Playing Games). Þar undir værum við með korka fyrir hvern þann MMORPG leik sem áhugi væri á … til að byrja með myndi ég leggja til EQ (EverQuest), UO (Ultima Online), AO (Anarchy Online) og AC (Asherons Call).

Eru menn sammála þessari hugmynd?

Kveðja,
ADMiral Mundi
Thrymill, Dwarven Warrior (EQ)
Zinclair, Solitus Fixer (AO)