Jæja núna finnst mér vera komin tími til að minna enn einu sinni á leikinn. Þeir hjá Cornered Rat Software (CRS) eru núna þessa dagana að leggja lokahönd á endur útgáfu þessa snilldar herkænsku leiks, og verður hann gefinn út undir heitinu “Battleground Europe”.
Þeir sem ekki vita hvað þetta er þá er WWiionline, MMOFPS en einnig MMstrategy leikur fer bara eftir því hvort þú villt gera. Þegar þú byrjar leikinn þá ertu bara óbreyttur private en með eljusemi geturu hækkað í tign og þá ferðu að geta postað og stjórnað missionum.
Það frábæra við leikinn er að þeir hjá CRS hafa gert hálfskala kort af evrópu þar sem Axis og allies berjast um yfirráð, til að taka yfir bæ á kortinu verður að fara í gegnum hann og taka yfir helstu hernaðarlegu staði í bænum. það virkar eins og terrritory í öðrum FPS, þar sem þú tekur stað og verður að halda honum.
Þú getur verið infantry, sem eru þeir einu sem geta náð flögunum, eða á hverju því öðru sem þér dettur í hug frá seinni heimstyrjöldini, bátar, flugvélar eða Skriðdrekar.
Hvert map byrjar eftir að annað liðið klára mapið og er þá byrjað aftur, þetta tekur frá 20 upp í 90 daga venjulega. Á þessum tíma ræður yfirstjórn hvers hers fyrir sig hvaða vopn eru rannsökuð og framleidd en þessi yfirstjórn er einmittt eitthverjir úr spilenda hópnum sem vildu taka meiri þátt í strategy parti leiksins. En þeir ráða einmitt líka heildar strategy hersins í gegnum hvert campaign. Framleiðsla og rannsóknir fara fram í verksmiðjum sem eru staðsettar í hinum ýmsu borgum evrópu og því fleirri bæi með verksmiðjum sem þitt lið ræður yfir því hraðar verða hlutirnir til… nema auðvitað að hitt liðið ákveði að sprengja þær í loft upp :)
Þessi partur gerir það að verkum að ef þig langar að spila FPS þá er bara að stökkva inn í leikinn og verja einn bæ eða ráðast á annan, en þú getur líka með tímanum komið þér í stöðu til þess að athuga hvort þin strategya fyrir heimstyrjöldina hefði virkað eða ekki..
Eitt verður þó að varast þetta er ekki þessi venjulegi medal of honor, day of defeat shoot em up leikur, þetta er þolinmæði og kænska sem vinnur leikinn.
þú getur ekkert einn, svo fjölmennum í leikinn og sýnum þeim að Íslendingar hafa fullt erindi inn í öryggisráð sameinuðu þjóðana. Þótt við höfum ekki her.
Maður eða mús.
WWiionline.com