Núna rétt í þessu var ég að klára að “downloada” irth online betunni , las ég um hann á www.mmorpg.com og varð ég strax ákveðinn í að prufa hann vegna þess hve marga möguleika maður hefur í að spila hann , þú getur náttúrulega eins og í flest öllum mmorpg leikjum “grindað” og fengið gull og drasl frá þeim kvikyndum sem þú drepur en í irth getur þú alveg sleppt því að berjast með því að opna þitt eigið “Tavern”(Bar/gistihús) og eða fleiri gróðavæn fyrirtæki.
Hérna er hægt að lesa meira um hann http://www.mmorpg.com/gamelist.cfm/setView/overView/gameID/146 , en ég ætla bara að fara yfir svona helstu kosti leiksins.
Eins og ég var búinn að segja hérna fyrir ofan þá er mikið frelsi í þessum leik , þú getur búið í borginni sem þú fæddist í(fer eftir kynþátti) eða hafnað svokölluðum ríkisborgararétti og lifað sem flakkari(nomad)
Það eru þrjár siðmenningar/aðal borgir , Frei , Tian Zhen og Necron.
Það er PvE , PvP og síðan nýjung sem er CvC(civilization vs. civilization) eða borg/siðmenning á móti hvor annarri sem er eflaust mjög gaman að taka þátt í.
Betan er í gangi en þú verður reyndar að hafa amerískt eða kanadískt heimilisfang til að komast inní hana , eitt orð yfir það “google” ;)
Og svo má ekki gleyma official síðunni http://www.irthonline.com/
Þakka fyrir mig og endilega komið í betuna :)