Nú styttist óðum í að World of Warcraft komi út í Bandaríkjunum. Ég ásamt nokkrum félögum hef verið að taka þátt í stress test betunni, sem er lokastigið í betunni. Áhugi minn fyrir leiknum rauk upp úr öllu valdi þegar blizzard gerði pvp eiginleika leiksins virka og eru þeir prófaðir í betunni. Ég get ekki annað en verið mjög ánægður með það sem ég hef prófað hingað til.
Ég hef þegar pantað U.S útgáfu af leiknum og ætla að spila á pvp server á Austurströndinni. Þar sem evróska útgáfan kemur sennilega ekki fyrr en í febrúar 2005 (rumor á netinu, ekkert staðfest).
Ég og annar fyrrum UO pvp spilari ætlum að endurvekja gamla pvp guildið okkar úr UO í WoW. Þeir íslendingar sem hafa áhuga fyrir pvp í MMORPG ættu endilega að hafa samband við okkur.
Davíð, msn: madtrixer@hotmail.com, Vargur, orc rouge.