Í gærkveldi komst ég að því að ekki þarf að kaupa diskinn til að spila City of Heroes, heldur er boðið upp á download og að kaupa CD-Key á netinu. Þar sem ég þarf ekki að borga fyrir utanlands download þá lét ég slag standa og náði í leikinn. Skráinn er 855 Mb og er zip file. Eftir hálftíma kvöl og pínu að bíða eftir downloadinu byrjaði ég að installa leiknum. Einfalt mál og fljótgert.
CoH er eins og er keyrður á 10 serverum, ég valdi þann server sem við strákarnir ætluðum að hittast á. Byrja að búa mér til character og verð agndofa þegar ég sé character avatar generatorinn. Samkvæmt útgefendum leiksins eru um millijón mismunandi “look” og það er ef hvert “look” er að minnsta kosti með 3 hluti öðruvísi en hinn lookinn.
Í leiknum eru 5 klöss og 5 “race”.
Racein eru í raun og veru hvernig hetjan þín fékk powerinn sín, race hefur áhrif á hvaða gerðir að enhancements characterinn getur notað.
Natural - Naturals eru í raun ekki superhetjur, þeir eru bara vel þjálfaðir einstaklingar. TD: Batman, Punisher
Mutants - Stökkbreytlingarnir líkt og X-men fæddust með powerinn sínn. TD: X-men
Magical - Þetta eru galdra verur, eða fólk sem hefur fengið ofurkrafta í gegnum galdra. TD: Dr Doom, Steven Strange
Scientific - þetta fólk hefur fengið sín power í gegnum vísindi, annað hvort í slysum eða í skipulögðum tilraunum. Fantastic Four og Hulk
Technological - Þessir aðilar líkt og Naturals hafa í raun ekki nein power en fá þau úr tæknihlutum og vélum. TD: Iron Man
Clössinn eru miklu einfaldari í rauninni.
Scrapper - Close combat, damage dealer
Tanker - Close combat, damage taker
Blaster - Long Range, damage dealer
Defender - Support, Buff/Debuff
Controler - Support, Charms
Þegar inn er komið, tekur við stutt tutorial (eins og venjan er). Viðmótið er svipað og í öllum hinum leikjunum, hudinn tekur ekki mikið pláss og það er hægt að velja milli fyrstu og þriðju persónu. Chat systemið í leiknum er gott, aldrei þessu vant, ég hef spilað all nokkra MMORPG's (AO, DAoC, SWG, ShadowBane, Eve,UO og Neocron) og chatið í CoH er það eina sem jafnast á við það besta sem ég hef komist í tæri við (AO). En einnig er gefin möguleiki á e-mails ingame.
Character advancement er nokkuð einfalt, þú ferð upp um level og færð annað hvort að velja nýtt super power eða enhancement slot á eitt af powerunum þínum. Það eru ekki alltof mörg powers í leiknum, í raun mætti segja að það væru ekki nógu mörg, en á móts við það kemur Enhancement parturinn af kröftunum. Hægt er að boosta/twinka (eftir hvað þið viljið kalla það) powerinn á ýmsa veg, lengra færi, meiri skaði, sneggra recharge, minni endurance cost o.s.f.v.
Gameplayið er frá brugðið öðrum leikjum sem eru svipaðir á þann hátt að það eru engnir “mission terminals” heldur færðu verkefni í gegnum NPC contacts sem eru á vítt og dreifð út um borgina. En til að þú eyðir ekki löngum tíma í að hlaupa á milli þeirra, þá getur þú einfaldlega hringt í þá, ef þú þekkir þá nógu vel.
Einnig er náttúrulega hægt að hlaupa um og stoppa glæpi. “mobbarnir” eru alltaf að gera eitthvað þegar þú kemur að þeim, ekki bara bíðandi eftir að einhver komi og berji þá. Þeir ræna handtöskum, brjótast inn í bíla og hús etc.
Í leiknum er ekkert equipment (enhancements og inspirations koma í staðinn) og þess vegna ekkert peninga kerfi. En ekki gæti leikurinn virkað þannig, þess vegna er influence kerfi. Þú færð meira reputation fyrir að bjarga fólki frá glæpamönnum og bjarga heiminum. Þessu influenci getur þú síðan skipt fyrir betri enhancements hjá yfirvöldum eða orðið þér út um inspirations.
Inspirations eru short term boosts, ekki ósvipað og potions, sem þú færð fyrir að stöðva glæpi.
Heimurinn, eða borginn í raun og veru, er nátturulega mjög flottur en líkt og í flestum MMORPG's þá er mikið um opin svæði og garða, ekki sérstaklega raunverulegt. En þar sem allir eru að spila ofurhetju þá skulum við ekki hengja okkur á raunveruleikan.
NPC's eru með nokkuð góðan AI, Mobbar hlaupa þegar þeir eru í vanda, nota þau powers sem þeir hafa aðgang að, reyna að fókusa á þá sem gera skaðan.
Allt í allt er hérna á ferð góður leikur fyrir þá sem hafa áhuga á öfurhetjum og þá sem hafa gaman af roleplay leikjum sem eru með active combat system. Þér leiðist ekki í combat í CoH.
Hins vegar eru náttúrulega nokkrir gallar.
Það er ekkert PVP kerfi, ennþá. Þetta er eins og það er orðað á heima síðunni þeirra.
Borginn er STÓR. Hún er risa stór, ef það væri ekki fyrir lestar kerfið þá væri alltof erfit að ferðast.