http://www.blizzard.com/wow/
http://www.vanguardsoh.co m/
http://everquest2.station.sony.com/
Fyrir hardcore mmorpg spilara þá eru þetta leikirnir sem allir eru að tala um í augnablikinu. Ég er ekki að gera lítið úr lineageII, Eve eða öðrum nema þeir eru ekki hardcore og munu ekki verða hardcore. Sá af þessum 3 leikjum sem mun slá í gegn mun fá 500.000 spilara og af þeirri einföldu ástæðu mun sá leikur verða normið sem mmorpg leikir munu miða sig við næstu árin.
Ég veit að WoW er nú kominn í beta 2 or fær mjög góðar umsagnir þeirra sem reynt hafa. Nema graphics þykja frekar lélegar þegar álfar eru með hálfsmetra löng eyru etc.
Everquest 2 mun fara bráðlega í beta eftir því sem gróan segir og verða á markaði fyrir þessi jól. Allir eru orðnir þreyttir á CS hjá SoE svo margir hardcore EQ spilarar munu einfaldlega dissa þennan leik út af því.
Vanguard er hinsvegar sá leikur sem ég veðja sjálfur á að muni slá í gegn. Hann er reyndar langt frá því að vera tilbúinn enn en það sem er merkilegt við hann er að á bak við hann er að stóru leyti orginal Everquest gengið sem veit hvað þarf til að búa til góða vöru.
Endilega komum af stað smá umræðu um þessa valkosti.