Og ætla ég að segja ykkur aðeins frá honum…
Fyrst og fremst eru 6 race's sem hægt er að velja um og eru þær eftir-farandi:
——
Races / Tegundir(“Sem hægt er að vera”):
Alfar - of Nagast
Dwarves - of Dvergheim
Humans - of Mercia
Mahirim - of the Tribelands
Mirdain - of Mirendil
Orcs - of Morak
——
Leikurinn gerist á plánetunni Agon og það er enginn spes söguþráður nema sá sem leikmaðurinn “býr til”.
Aðal “söguþráðurinn” samt er að reyna ná völdum á svokölluðum word-stones (“orða-steinar”) artifact'um.
Það eru um 300 skills og 200 galdrar eins og er í leiknum og er stefnan að hafa 500 af hvoru um sig. Skillin eru er limit-uð uppí frá leveli 1 uppí 100.
En kallinn sem maður er með er ekki level-based, þannig að maður fær t.d. ekki skill points þegar maður levelar upp. Í staðinn þarf maður að læra skill/galdur og nota það reglulega til að byggja það upp, þannig að óþarfi er að eiða öllum tímanum í að levela upp.
Allir kallar geta lært eitthvað af hverju s.s.
þú getur verið búin/nn að gera svaka fighter eða sverðs-gaur en fengið alltí einu þá löngun að fara nota galdra.
Þannig að í staðin fyrir að þurfa búa til nýjan kall getur þú farið og lært einhverja galdra, hvort sem það er frá NPC (“kall sem ”leikinn“ af tölvunni”) eða frá öðrum leikmönnum í heiminum.
“Það má til gamans geta að hægt verður að kenna kallinum sínum að synda ef maður þess óskar.”
Og mikilvægt er að muna að ef kallinn þinn verður svangur, verður hann lengur að nota galdra eða regenerate-a lífið sitt og svo framvegis.
Bardaga kerfið í leiknum er raun-tíma þannig að maður þarf ekki bora í nefið og hoppa í hringi á meðan maður bíður eftir að bardaginn sé búinn.
Hægt er að berjast standandi, á hestbaki meira að segja í farartækjum. Allir sigrar eru skráðir niður þannig að þú þarft ekki að spá í hvað virkilega gerðist.
Leikurinn mun innihalda mjög þróað kerfi til að búa til vopn, brynjur og aðra hluti og hægt verður að búa til nánast alla hluti sem fyrir finnast í leiknum.n til þess þarf maður til tekin skills/“kunnáttu”. En dverga eru t.d. betri í að búa til hluti en aðrar tegundir charactera.
Vopn og aðrir hlutir eiðileggjast með tímanum/notkun, en hægt verður að laga þá…Upp að vissu marki, því ef hlutur er lagaður of mikið og oft þá eiðileggst hann að lokum.
Það er mjög strangt en sanngjarnt alliance kerfi í leiknum, sem fyrir þá sem ekki vita hvað það er þýðir það að þú getur orðið góður eða vondur allt eftir því hvernig þú spilar leikinn.
Ekki er neitt safe-zone í leiknum, þannig að í raun er maður hvergi óhulltur. En inni á milli mikils fólks eða í sínu eigin húsi
(“sem btw er hægt að búa til og hanna sjálfur í leiknum, allt frá litlum kofa uppí kastala”). Þannig að þú neyðist bara til að treysta á félagana :) .
Leikurinn mun mjög líklega fara upp á evrópska servera, þannig að þeir sem eru ekki með endalaust utanlands download geta kætt sig yfir því :P
Ekki er ennþá komin beta en hægt verður að sækja um að vera beta-tester og verður svo valið úr umsóknum.
—
Jæja, ég ætla ekki að hafa þetta lengra í þetta skiptið. Vonandi hefur mér tekist að vekja upp einhvern áhuga á þessum vonandi magnaða leik.
—
Hægt er að lesa meira um leikinn hérna og einnig skoða flott screenshot:
www.darkfallonline.com
—
———————————————————————————————————————————-