EverQuest er RPG leikur sem er spilaður á netinu. Í honum eru yfirleitt í kringum 1500-2500 manns á hverjum server, og þeir eru samtals í kringum 40. Hver server er eitt stykki EverQuest heimur, þar sem þú getur labbað um með þína persónu og gert hvað sem þig lystir. Það er hægt að stunda verslun, allskyns iðngreinar (vííí), fara í ævintýraferðir, útrýma óargardýrum (svo sem drekum, ofvöxnum nagdýrum, risa pöddum o.s.frv).
Þetta er risastór heimur … og þá meina ég RISA stór. Það er ótrulega gaman að ferðast um, því hvert svæði hefur sín sér einkenni, svo sem gróður, dýra- og skrímslalíf og mjög mismunandi landslag (það væri líklegast hægt að vera með jarðfræðinámskeið online í EQ ;) ).

Persónan sem þú býrð til byggist á race og class. Þannig að þú getur til dæmis valið þér að vera álfur sem er galdrakarl.
Hér er listi yfir race og class, og linkur til þess að lesa betur um hvorn race og class fyrir sig.

Races:
Barbarian, Dark ElfDwarfErudite, Gnome, Half Elf, Halfling, High Elf, Human, Iksar, Ogre, Troll, Wood Elf.
url: <a href="http://www.everquest.com/guidebook/races.jsp“>RACES</a>

Classes:
Bard, Cleric, Druid, Enchanter, Magician, Monk, Necromancer, Paladin, Ranger, Rogue, Shadow Knight, Shaman, Warrior, Wizard.
url: <a href=”http://www.everquest.com/guidebook/classes.jsp">CLASSES</a>

Varðandi þessa 8 dollara á mánuði, þá er það bara hið besta mál. Enda eru þeir hjá Verant alltaf að bæta inn sniðugum fídusum í leikinn, þannig að leikurinn er í sífeldri þróun. Einnig sjá þeir um að útbúa ný quest reglulega, og einnig eru þeir með menn online ef menn eru að lenda í einhverju veseni.

Svo er náttúrulega bara að kíkja inn á www.everquest.com.

Mbk,
ADMiral Mundi